Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1886, Page 14

Sameiningin - 01.04.1886, Page 14
—30— sem yðr bölva, gjörið þeirn gott, sem hata yðr, og biðjið fyrir þeim, sem rógbera yðr og ofsoekja". Stenclr þú nú ekki með kristnu nafni í sporum binna beiðnu forfeðra vorra ?—En finnrðu þú nokkurs staðar frelsarann í þessari einstaklegu bók biblíunn- ar, sem aldrei nefnir guð á nafn ? Spyrjum að annarri spurning ? Hví hefir þessi bók úvallt verið höfð í svo miklum hávegum með- al Gyðinga bæði að fornir og nýju ? Og hví varð Púrimshátíðin, sem á komst út af því að lýðrinn, er til dauða var dœmdr, varð frelsaðr fyrir bœn og milligöngu Esterar, að heilagri stórhátíð í sögu þeirra upp frá þessu, hér um bil eins þýðingarmikilli eins og Páska-hátíðin sjálf ? það er enginn vafi á því, að frelsan lýðs- ins frá dauðadómi fyrir milligöngu Esterar á að benda á frelsis- verkið mikla drottins vors Jesú Krists. Með þetta í huga er ekki örðugt að finna frelsarann einnig hér.—Ester gekk fram fyrir dutlungafuilan og grimman harðstjóra, biðjandi fyrir sér og öllu fólki sínu. Hefir þú ekki ástœðu til að koma, biðjandi fyr- ir þér og þínu fólki, fram fyrir hinn almáttuga konung, sem er kærleikrinn ? Er þér og þínum engin hætta búin ? „Komið til mín“—segir Jesús. I 12. lexíunni boðar hinn síðasti spámaðr hins gamla testa- mentis fólkinu þau tíðindi, að drottinn muni koma, og sér- staklega, að hann inuni koma til musteris síns. Hann vitjar iýðs síns, og sérstaklega kirkjunnar, sem dómari, en líka sem frelsari. þá er Esra las lýðnum lögmálið, eftir að hin helga borg var víggirt orðin, milli 20 og 30 árum áðr, þá virtist hinn kirkjulegi áhugi Gyðinga að vera stór-mikill. En ný mótspyrna gegn drottni og orði hans kom enn fram. Fólkið féll reyndar ekki framar til skurðgoðadýrkunar eins og á undan herleiðing- unni miklu; en tniarlífið varð dauft; menn misstu ást sína á drottni, urðu kærulausir um kirkju sína og söfnuð. þetta kemr fram í tvennu, sem Malakías dregr skýrt fram í 2 hinum fyrri kapítulum spádómsbókar sinnar: í því hve hörmulega fátœklegar fórnir þær voru, sem drottni voru frerðar í must- erinu, og þar með fylgjanda skeytingarleysi prestanna, og í því hve gjarnt mönnurn var að ganga í hjónaband með heiðnum konum, sem aftr sýndi, hve því fór fjarri, að feðratrúin væri þeirra hjartans-málefni. Ahugaleysið, alvöruleysið, kæruleysið í tvúareínum er að eta hjartað úr kirkju guðs í Israel. En livað er nú þetta annað en átumein kirkju vorrar eigin þjóðar

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.