Sameiningin - 01.11.1887, Side 11
-139—
y.
RÉTTINDI.
1. Söfnuðrinn helir vald bil aö skera úr og skipa fyrir í
ölluni safnaðarmálum. Afl ræðr úrslitum á fundum.
2. Fermdir safnaðarliinir hafa málfreisi á fundum safn-
aðarins. þeir, sem eru átján ára að aldri og upp fylla skyldur
þær, sem til eru teknar í IV, 1, hafa atkvæðisrétt, en kjörgengi
að eins þeir, sem eru tuttugu og eins árs.
VI.
EMBÆTTISMENN.
1. Embættismenn safnaðarins eru, auk prestsins, fimin full-
trúar (tíoard of Trvbst.ees). Fulltrúarnir kjósa forseta, skrifara
og féhirði úr sínum floklci. Auk þeirra skulu kosnir tveir
djáknar samkvæmt XII, 1, og tveir endrskoðunarmenn.
2. Söfnuðrinn ræðr einungis þann fyrir prest, sem tekið
hefir próf í guðfrœði, er vígðr í hinni lútersku kirkju, er rétti-
lega kallaðr, kunnr að kristilegri hegðan, játast undir sömu
trú og söfnuðrinn og ritar nafn sitt undir safnaðarlög þessi.
3. Söínuðrinn kýs prest á löglega boðuðum safnaðarfundi.
Til þess prestr sé löglega kjörinn, verðr hann að hljóta þrjá
fjórðu atkvæða á fundi. þó þarf kosning hans að hafa verið
borin upp og rœdd á næsta fundi á undan.
4 þegar prestr er ráðinn samkvæmt VI, 2-3, getr söfnuðrinn
ekki vikið honum úr embætti, nema hann gjöri sig sekan í
ósœmilegu líferni, kenni gagnstœtt játning safnaðarins, sé hirðu-
laus í embætti sínu, þrátt fyrir vinsamlegar áminningar safn-
aðarins.—Prestrinn getr lagt niðr embætti sitt innan safnað-
arins með tólf mánaða fyrirvara. Hið sama gildir, ef söfnuðr-
inn vill segja presti upp þjónustu hans.
VII.
SKYLDUR EMBÆTTISMANNA.
1. Prestrinn hefir sömu störf á hendi og prestar almennt
gegna í hinni lútersku kirkju.
2. Fulltrúarnir hafa á hendi framkvæmdarvald safnaðar-
ins. Forseti kveðr til nefnda- og safnaðarfunda, þegar þörf þyk-
■r, og stýrir þeim. Skrifari hefir á hendi ritstörf safnaðarins.
Féhirðirinn heimtir fjárframlög safnaðarins og varðveitir þau.
Greiðir hann fé af hendi samkvæmt ráðstöfun fulltrúanna.