Sameiningin - 01.11.1887, Síða 12
140—
Hann skal og skyldr til að halda reikning yfir gjöld og tekj-
ur safnaðarins.
3. Djáknarnir aðstoða prestinn í embættisfœrslu hans,
sér í lagi í því að efla og glœða siðgœði og sanna kristni í
söfnuðinum, og yfir höfuð hjálpa prestinum til að stýra hinum
andlegu málefnum safnaðarins.
4. Yfirskoðunarmennirnir skulu halda fund með fulltrúum
og féhirði safnaðarins tveim dögum fyrir hvern ársfund, til að
yfir líta alla reikninga safnaðarins og leggja fram álit sitt á
ársfundinum.
5. Allir þessir embættismenn bera ábyrgð fyrir söfnuðinum.
VIII.
BROT.
Brjóti einhver lög safnaðarins eðr óvirði liann með breytni
sinni, varðar það útrekstri, láti hann sér ekki segjast fyrir vin-
samlegar áminningar, og söfnuðrinn í einu hljóði tínni hann
sekan við þessa grein.
IX.
UM AÐ GANGA ÚR SÖFNUÐI.
Ef einhver vill ganga úr söfnuðinum, gefi hann það til
kynna á almennum safnaðarfundi, eða tillcynni það bréfiega
prestinum eða safnaðarfulltrúunum og skýri frá ástœðum fyr-
ir því. En um leið missir hann öll réttindi og tilkall til eigna
safnaðarins. Skyldr er hann þó að greiða af hendi allt það fé, sem
hann hefir lofað í þarfir safnaðarins fyrir hið yfir standanda ár.
X.
GJÖLD.
Söfnuðrinn skuidbindr sig til að greiða prestinum á á kveðn-
um gjalddaga laun þau, sem honum og prestinum semr um,
sömuleiðis þann skerf, er honum ber að greiða til kirkjufélags-
þarfa, samkvæmt 14. gr. kirkjufélagslaganna.
XI.
EIGNIR.
Eign þessa safnaðar getr ekki gengið í annarra hendr, nema
söfnuðrinn á kveði það með tveimr þriðju allra atkvæða. Sundr-
ist söfnuðrinn, heldr sá hluti hans eigninni, sem heldr fast við
þessi safnaðarlög.