Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1888, Page 15

Sameiningin - 01.03.1888, Page 15
sannfœring hans, afi kmtindómrinn einn hafi rétt til þess a8 vera alheimstrú, trú gjörvalls mannkýnsins. þegar þessir og ahrir hálærSustu vísindamenn heimsins ekki geta annað sökum sannana þeirra, er þeir fá frá vísindunum, on trúaS því, aS kristindómrinn sé það, sem kirkja vor segir að hanp sé, þá er bæði hlœgilegt og grátlegt aS heyra því hald- ið fram af mönnum, sem að eins hafa ofrlitla nasasjón af menntum og vísindum, og sem í raun og veru vita ekki neitt, aö heimrinn sé nú orðinn svo upplýstr, að kristindómrinn, eins og hann er kenndr í biblíunni og af kirkju vorri, dugi ekki lengr, sé ekki frambærilegr fyrir heiminn frarnar. Og hin ís- lenzkaþjóð vor hefir áþessum tímalangt um of margaslíka menn bæði meðal skólagengnu kynslóðarinnar og þeirra, er aldrei hafa á skóla gengið, heima á íslandi og hér í Ameríku. * * Rétt á eftir að grein sú, er hér fer á undan, var rituð, barst oss í hendr „Fjallkonan“ frá 10. Jan. þ. á. með greinarstúf nokkrum frá ritstjórninni, er hefir til fyrirsagnar: „Sannleikr- inn í kristindóminum". Yér höfum í grein vorri óafvitandi komið með svar upp á meginatriðið í þessari „Fjallkonu“-grein. ------O'O—*------- I hinni merkilegu bók sinni um æfi frelsarans (The Life and PVords of C/trist) segir hinn enski guðfrœðingr dr. C. Geikie, )>ar sem hann er að taia um andlát Jesú, meðal annars þetta : ,,Að nokkur skyldi deyja svo brátt á krossinum, einkanlega sá, sem eins og Jesús var í broddi lífsins og sem enginn undan gangandi heilsulasleikr hafði neitt veikl- að, og þó með svo miklu lífsfjöri til síðasta augnabliks, að geta þá hrópað upp hástöfum eins og Jesús gjörði i því hann gaf upp andann, virtist kristnum mönn- um þegar i fornöld að benda á einhverja yfirnáttúrlega orsök. Kn samblandið af blóði og vatni, sem rann út úr síðusári Jesú, virðist vafalaust benda til þess, að gjöra megi sér grein fyrir þessu með iiðru móti. J>að, sem beinlínis olli dauða Jesú, sýnist án alls efa að hafa verið það, að hjarta hans sprakk, sem afleiðing af sáiarangist. Fram úr skarandi gleði eða sorg hefir vitanlega á stundum það ( fiir með sér, að eitthvert hvolf í hjartanu springr og þar með fylgjanda það, að blóð- straumt verðr út í hulstrið, setn er utan utn hjartað og sem fuilt er af litlausum Itlúðvessa, sem er eins og vatn. Vanalega verðr það, að þetta hafi verið dauða- meinið, eigi sannað með öðru en líkskurði, en að því er drotlin vorn snertir, þá sýndi spjótstunga hermannsins í síðu hans aiveg sama eins og annars sannast með líkskurði. Um leið og einhver deyr af því að hjartað springr, kippist höndin snögglega að brjóstinu framanverðu og óp mikið heyrist frá hinum deyjanda manni. Hendr Jesú vortt negldar á krossinn, en um hið hræðilega óp getr guð- spjallasagan.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.