Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1889, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.04.1889, Blaðsíða 2
—18— vel á annani eins eymdaröld, að því er ytra hag þjóör- innar snerti, eins og 17. öldinni. Sá andlegi lífsstraumr. sem rann inn í Island með lútersku kirkjunni, gjörði það að verkum, að þjóðin gat enn haldið all-miklu af sínum forna lieiðrí, — staðið öðrum þjóðum jafnfœtis í andlegu tilliti. það var sérstakt happ fyrir vora fámennu þjóð, að ]'að var einmitt l.úterska kirkjan, sein náði sér niðri á Islandi við siðáskiptin, en ekki hin svo kall- aða refonneraða kirkja. Auðvitað stóð það ekki til, að nein önnur kirkja en hin lúterska legði landslýðinn á Islandi undir sig, því landið stóð ekki í neinu sambandi við önnur lönd þá en þau, sem það ávallt hefir næst stað- ið, og í þeim löndum hafði tómr Lúterdómr orðið ofan á. En maðr gæti samt ímyndað sér, að rás viðburðanna hefði verið önnur en hún var, þannig t. a. m., að Islendingar liefði fengiö sína trúarbót frá þeim löndum, þar sem kal- vínskr lærdómr varð ráðandi í kirkjunni. Og þá gæti maðr spurt, hvort hið andlega líf Islendinga myndi liafa orðið nokkuð verulega öðruvísi, hefði kirkjan þeirra orðið reformeruð kirkja, heldr en það hefir oröið fyrir það, að þeir hafa staðið í lútersku kirkjunni. Vér höfum áðr hér í „Sam.“ minnt á, að rnesta monntaland heimsins er viðr- kcnnt að vera hið lúterska þýzkaland. Og vér höfum það fyrir satt, að þjóð vor á lútersku kirkjunni það að þakka, að liún hetir þó ekki staðið og stendr ekki neðar en hún gjörir í andlegu t’lliti. Hefði trúarbót reformeruðu kirkj- unnar orðið innleidd meðal Islendinga í staðinn fyrir hina lútersku trúarbót, þá myndi að mun lakar liafa farið fyr- ir ]æiin andlega og upplýsingarlega heldr en farið hefir. það er eitt einkennilegt við reformeruðu kirkjuna í samanburði við hina lútersku kirkju. Hún hefir, eftir því sem tímarnir liðu, öll liðazt sundr í nærri því óteljandi stœrri og minni trúarflokka, þar sem lúterska kirkjan hef- ir allt til þessa dags haldið sér eins og ein sterklega sam- vaxin, ósundrslitin og ósundrslítandi heild. Biskuplega kirkj- an enska, presbyteríanska kirkjan, Baptistar, Heþodistar, Kongregazíónalistar eru nöfnin á stórflokkunum, sem re- formeraða kirkjan hefir sundr liðazt í. Lúterska kirkjan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.