Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1889, Page 7

Sameiningin - 01.12.1889, Page 7
—167— um sannleikann sniðinn eptir }>ví andans lífi, sem nú er lifaS. })ótt margt sje enn af vanefnum hjá oss hjer, ætla jeg samt aS vera svo djarfur aS segja, aS líf vort hjer muni standa lífi þessarar aldar fullt-eins nærri og það líf, sem lifaS er á Islandi. Og jeg ætla aS vera svo djarfur að hæta því við, aS hinir fáu prestar hjer muni gjöra ólíkt meira, til aS gjöra hugmyndir þessarar aldar í ýms- um efnum skiljanlegar fyrir almenningi fólks voi’s, en prestar ættjarSar vorrar. ])aS situr þess vegna engan veg- inn á þeim, aS bregða oss um, að vjer höfum lokaS oss inni í hugmynda-skjaldborg liSinna alda. ])að er sannfær- ing mín, aS vjer í því tilliti þurfum ekki aS bera bleika kinn fyrir bræSrum vorum heima. þá á jeg enn eptir aS gjöra grein fyrir kirkjufjelags- hugmynd vorri. Flestir af söfnuðum \rorum hafa komiS sjer saman um aS mynda sameiginlegt fjelag, er bindi þá alla saman á eitt band, gjöri þá alla aS einni heild, „svo þeir allir sjeu eitt“. þetta kirkjufjelag hinna íslenzku safn- aða heldur eitt þing á hverju ári, þar sem prestarnir og kjörnir fulltrúar frá söfnuSuuum setjast á ráSstefnu, til að yfirvega hin ýinsu velferSarmál safnaSanna A þessi kirkju- þing senda söfnuðirnir einn fulltrúa fyrir hverja hundraS safnaðarlimi; þó hefur enginn söfnuSur rjett til aS senda fleiri en fjóra fulltrúa; en þaS ákvæði kirkjufjelagslaga vorra á aS lcoma í veg fyrir, að hinum smærri söfnuSum geti fundizt þeir ofurliði bornir af hinum stærri. þessi fulltrúa tala er stærri en í nokkru öSru kirkjufjelagi hjer í landi. Flest senda þau að eins einn leikmann úr hverju presta- kalli til þings; sum tvo leikmenn á móti hverjum presti o. s. frv. En vorir íslenzku söfnuSir hafa hingaS til sent sex fulltrúa á móti hverjum presti. Og þó er veriS aS tala um klerkavald! Jeg vona þaS verSi ætíS jafn-ástæSu- laust í sögu safnaða vorra að tala um klorkavald, eins og þaS er enn; þeim væri þá víst ekki mikil hætta búin úr þeirri átt. Á þessi kirkjuþing senda söfnuSirnir svo sem aS sjálf- sögSu sína vitrustu og beztu menn. þar eiga þeir aS bera ráS sín saman um hinn andlega hag safnaSanna, benda á,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.