Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1889, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.12.1889, Qupperneq 16
—176— hann er um fram allt líf og andi; endurskapandi afl, starf- andi kærleikur. HafiS jafnan hugfasta þcssa köllun ySar, og gleymið því eigi, að þjer eruð umhoðsmenn guðs, og að þess er krafizt af sjerhverjum umboðsmanni, að hann sje trúr. Sáið kostgæfilega góðu sæði guðs orðs í hjörtu hinn- ar uppvaxandi kynslóðar, og efizt eigi um góðan árangur að lyktum, þótt ávextirnir komi eigi þegar í Ijós. Prje- dikið hinn heilsusamlega lærdóm með allri alúð og einurð fyrir ungum og gömlum; verið brennandi í andanum, ást- úðlegir og mildir í hugguninni, sannfærandi í kenningunni. Látið söfnuði yðar sjá fagra ávexti kristilegs trúarlífs hjá yður sjálfum. Látið þá sjá, að kristindómurinn sje yður hið alvarlegasta áhugamál. Látið þá sjá, að þjer í’ækið skyldur embættisins með árvekni, alúð og samvizkusemi, svo að vanrækslu frá yðar hálfu verði eigi kennt um það, sem aflaga kann að fara. Kappkostið að ganga á undan söfnuðum yðar með ólastanlegu dagfari, og hver og einn láti sjer annt um, að þeir blettir, sem verið hafa og því miður enn eru á prestastjett þessa lands á stöku stöðum, einkum að því, er snertir óreglu og tómlæti í verki köll- unarinnar, fari minnkandi og verði með hverju árinu færri, unz þeir liverfa með öllu. Að þessu megi framgengt verða, guði til dýrðar, kirkju hans til eflingar vor á ineðal og sjálfum yðar til góðrar samvizku, þess óska jeg af hjarta, og að því vil jeg styðja eptir þeirri náð, sem guð gefur mjer. Hans náð og blessun veri móð yður öllum. Reykjavík, í ágústmánuði 1889. Hallgrímur 8veinsson“ Lexíur fyrir sunnudagsskólann; fyrsti ársíjórðungur 1890. 1. lexía, sd. 5. Jan. : Fyrirrennarinn boðaður. (Lúk. 1, 5—17)., 2. lexía, sd. 12. Jan. : Lofsöngur Maríu. (Lúk. I, 46—55). 3. lexía, sd. 19. Jan. : Lofsöngur Sakarfasar. (Lúk. 1, 67—80). 4. lexía, sd. 26. Jan. : Gleði yfir Jesúbarninu. (Lúk. 2. 8—20). ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð i Vestrheimi $1.00 árg.; greiðist tyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 10 Kate Str., Winnipeg, Manitoba, Canada. —Utgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson. PRENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNII’EG.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.