Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1891, Page 5

Sameiningin - 01.01.1891, Page 5
—165— um. Séra Hallgrímr Pétrsson var, eins og menn vita, aS- allega trúarskáld, og séra Mattías Jokkumsson er líka að- allega trúarskáld, en séra Valdemar Briem er eingöngu trú- arskáld. Hann byrjaði sín trúarljóS meö liinum fögru eftir- mælum eftir skólabróður sinn Helga Melsteö. Vér höfum ]mu Ijóö enn fyrir oss frá 1872. þar í er þetta: Vér mennirnir skiljum ei skaparans dóm, og sköpum því sjálfir vorn hag, sem ekkert er annað en ímyndan tóm og ei stendr lengr en dag. Vér óskum og vonum, aö allt gangi vei, og allt sýnist styðja vort mál, er mannsæfin snýst eins og hverfanda hvel, og helmingr lífsins er tál. Og síðar þetta: Hver skilr lífíð ? og hver skilr hel ? og hver skilr drottins ráð ? Allt breytist og snýst eins og hverfanda hvel, en hans er æ stöðug náð. Menn fengu í þessu forboða iiinna mörgu Ijómandi fögru trúarljóða, sem forsjónin hafði ákveðiö að hin íslenzka þjóð skyldi eignazt frá hendi, höfði og hjarta séra Valdemars Briem. (Dan. 6.) I Babýlon lijá bláum vatnastraumi, í Babels háa, ríka, spillta stað, þar Daníel sig dró úr heimsins glaumi og drottin guö sinn oft og tíðum bað. þá konunginum kraup hinn heimski lýðr og kné sín beygði vítt um stræti’ og torg, í einverunni eins og Jesús blíðr hann augum renndi’ í himins fagra borg.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.