Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1891, Síða 12

Sameiningin - 01.01.1891, Síða 12
í rauninni svo hulins eðlis, a5 þaö dugi naumast aö halda því fram sem sönnun gegn vantrúuðuin vísindamönnum, er alveg sjálfsagt eru í sínum fulla rétti til að draga það í þessu ináli fram, sem snertir eignarréttinn. Og svo liggr þá þessi spurning fyrir oss: Hvernig getr á. því staðið, að frelsarinn við þetta tœkifoeri sér ástœðu til að víkja frá hinni mildu og mannelskufullu aðferð, sem hann yfir höfuð að tala fj lgir í kraftaverkum sínum ? Upp á því hefir verið getið, að djöflunum hafi verið leyft að fara í svínin í því slcyni, að fullvissa manninn eða mennina, sem krafta- verkið kom fram við, um þaö, að sú frelsan, sem veitt var, en sem var svo raikil, að hún var nærri því ötrúleg, væri virkileg. Og eins hetír iíka verið komið ineð þá tilgátu, að við það, að djöflarnir fóru sjáifviljugir burt, hafi sjúk- lingrinn eða sjúklingarnir frelsazt frá þeiin kvölum, sem eðliJegt er að ætla að af því hefði leitt, hefði hinir illu andar nauðugir orðið að fara út. En eitthvað meira sýn- ist þó þurfa að koma með, til þess að ánœgjanlegt svar sé fengið upp á spurning þá, er vér liöfum hreift. Og svarið er fengið, þegar maðr heldr því föstu, sem er svo undr líklegt og að því er mér viiðist aiveg ómótmælanlegt, að svína-eignin hefir verið ólögmæt og þar af leiðanda al- veg rétt að refsa eigendunum með því að eyðileggja þessa eign þeirra. Sagan um kraftaverk þetta er sögð af guðspjallamönn- unum með talsvært mismunanda orðalagi. þ>að gjörðist í landi Gergesena eða í landi Gadara-manna. Hið mismun- anda í nafninu á staðnum hetír enga þýðing að því er það snertir, er hér er um að rœða. Plázið var augsýni- lega partr af landi Girgósíta (5. Mós. 7, 1), sem var ein af hinum sjö kanversku þjóðum, og var fólk það, scm þar bjó, þar af leiðanda í trúarlegu tilliti háð lögmáli Mósesar. En nú er í því lögmáli bann lagt niðr gegn notkan ýinsra kjöttegunda og þar á meðal gegn nautn svínakjöts. Og með tilliti til svína gekk lögmálshannið enn þá lengra, þar sem jafnvel var bannað að snerta hræ þeirra (3. Mós. IL, 7 —8), og þar með var þá að sjálfsögðu gjörsamlega bönn- uð öll notkan þeirra dýra eftir aö þau voru dauð. En það

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.