Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1891, Page 15

Sameiningin - 01.01.1891, Page 15
—175— í>að, sem þér hermið úr „darwinska fyrirlestrinum“ um trú mína, er þeg- ar af þeirri ástœðu tilhœfulaust, að bláber framsetning á J>ví, hvað einhver annar hafi haldið fram, getr enga bending um það gefið, hverju framsetj- andinn trúi. Eg gaf ágrip af kenning Darwins, eftir því sem hann hefir sjálfr sett hana fram; en tók það mjng skvrt fram, að eg legði engan dóm á þá kenning; það mætti lika öllum á sama standa, hverja skoðun einn ein- staklingr, sem ekki er náttúrufrœðingr, hefði á henni.5 6) Og úr því þér, hr. ritstjóri, vitiö ekkert annaö um trú mína,®) en | etta, og þetta er alveg gripiö ur lausu lofti, þá sýnist undarlegt, hve viss og fróðr þér getiö verið um mína nantrú. Eg hefi fyrir satt, að þér hafið lesið eitthvað af kvæðum rnínum — eg hefi enda heyrt, að þér hafið haft yfir stef úr þeim á stólnum7 8) — og eg hugsaöi, að enginn gæti hafa lesiö kvæðabók mína án þess að verða var við, að lífsskoðun mín nær lengra en til grafarinnar, nær yfir um gröfina, þótt eg sé ekki lúterskr í trúnni, ekki einu sinni kristinn í þeirri merking, sem lúterska kirkjan hér8) leggr í það orð. — Eg ætlast eigi til, að þér, hr. ritstj., takið tillit til þess, sem yðr kynni prívat að vera kunnugt um skoð- anir mínar; en til hins ætlaðist eg hálft í hvoru, að þér hefðuð eitthvert veðr af því af ritum mínum, að eg mundi trúa á eitthvaö meira en ,,rófur eða hala“.9) Og eins hefi eg rétt til: það er, að hvorki þér né aörir séuð að bera niér á brýn, að eg vilji „klóra yfir“ skoðanir mínar, hvort heldr í trúar- efnum eða öðrum efnum. Ef það er nokkur hlutr sem eg mætti með réttu segja að allt mitt líf beri mér vott um, þá er það þaS, að eg hefi aldrei 5) Einn skynsamr Og óljúgfróðr maðr, hr. Vilhelm Pálsson, sagði oss af þessum darwdnska fyrirlestri, og þar á meöal það, að hr. J. Ól. hefði stutt þessa róu-kenning Darwins með athugasemdum frá sjálfum sér. MeS því vér vissum nú áSr, að hr. J. Ól. trúði kenning Darwins í heild sinni, þóttumst vér vita, að hr. V. P. hefði rétt skiliö hr. J. Ól. — Ifafi nú V. P. misskiliö J. Ol., þá biðjurn vér forláts. En darwinska kenn- ingin eftir J. Ól. í einu Stafrófskverinu hans („maðrinn er skynsamasta dýrið“) stendr svört á hvítu eins fyrir því, og vér að minnsta kosti get- um ekki klórað yfir halla. 6) Hr. J. Ól. er hér fyrir utan efnið. Ilann sagðist trúa ýmsu, sem vér ekki tryöum. Og vér vissum um ekkert slíkt nerna þessa darwinsku trú hans, sem hinn ný-haldni fyrirlestr minnti oss svo prýðilega á. 7) Alveg rétt; þetta stef eftir J. Ól.: „Mig langar heim“ höfum vér síterað í prédikan, en, eins og auðvitað er, alls ekki til þess með því a'5 stað- festa neina trúarskoðan höfundarins, enda kemr í þeim orðum hvorki nein trú eða vantrú frant. „Mig langar heim“ — til Islands — segir J. Ól. Mig langar heim — til drottins — sögðum vér. 8) Lúterska kirkjan hér leggr alveg sama í þaö að vera kristinn eins og gjört er í barnalærdómsbók þeirri, sem hr. J. Ól. lærði forðum og var fermdr upp á á Islandi. 9) J>etta er utan efnisins, eins og hitt, áðr. En taka má hér fram, að sá sem trúir kenning Darwins í heild sinni, hann trúir aö sjálfsögðu hverju einstöku atriði í þeirri kenning, og þá auðvitað líka þessu um „róurnar".

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.