Sameiningin - 01.07.1891, Qupperneq 12
•76—
Vídalíns- „ 6,00
Garðar- „ 25,50
Argyle-söfnuðir 49,25
Gjöf frá Sigrjónu Laxdal 100,00
samtals $ 504,7 5
UmrœSur urSu miklar um málið'. Loks var nefndarálit-
ið samþykkt óbreytt, svo og eftir fylgjandi viðaukatillaga
frá séra Iíafsteini Pétrssyni og Páli S. Bárdal:
Kirkjuþingið telr það sjálfsagða skyldu kirkjuþings-
manna, að þeir gangist fyrir söfnun í skólasjóð hver í sínum
söfnuði. þeir ætti að fá aðra leiðandi safnaðarmenn í fylgi
með sér og vinna að söfnuninni eins vel og fljótt og auð-
ið er. Kirkjuþingið telr og heppilegt, að safna loforðum.
fyrir skólasjóðinn bæði í peningum og öðru.
þótt skólasjóðrinn sé eign kirkjufélagsius, þá vonar
það þó, að allir þeir, sem unna menntun og menning Is-
lendinga í landi þessu, styðji þetta velferðarmál þjóðflokks
vors með fjárframlögum í skólasjóð.
Öll fjárframlög skulu send til forseta kirkjufélagsins.
Um kvöldið sama dag (laugardag) fóru fram almenn-
ar umrœður út af þýð'ing kirkjufélagsins í menningarlegu
tilliii fyrir fólk vort. Séra Jón Bjarnason „innleiddi“ það
mál með stuttri tölu. Magnús Pálsson stýrði umrœðum
þessum.
Sunnudaginn 21. Júní var altarisgöngu-guðsþjónusta í
kirkjunni fyrir kirkjuþingsmenn og aðra og prédikaði séra
Friðrik J. Bergmann. Að kvöldi flutti séra Steingrímr
þorláksson, í stað prédikunar, fyrirlestr um guðdóms Jesxis
Krists.
7. fundr, mánud. 22. Jan., kl. 9 f. m.
Féhirðir Arni Friðriksson lagði fram skýrslu urn fjár-
hag félagsins. Eftir nokkrar umrœður var sú skýrsla falin
tveim mönnum (Sigtr. Jónassyni og E. H. Bergmann) til
yflrskoðunar.
Næst var lagt fram álit nefndarinnar í málinu um úr-
göngu séra Magnúsar Skaftasens og nokkurra safnaða í
Nýja jslandi, svo hljóðanda.