Sameiningin - 01.09.1894, Blaðsíða 3
-99-
hans. Nafniö og persónan var eitt og hið sama. Aftr á móti
hefir „nafn“ eftir nútíðarhugsan hinna vestrœnu þjóða lítið aðra
þýðing en áskrift, sem fest er við þann mann, er nafnið bcr, í því
skyni að eins, að greina hann frá öðrum mönnum. Að vita nafn
einiivers, hafa rétt til að bera það nafn, tala og koma fram í því
nafni þýddi samkvæmt hinum forna skilningi það, að vera hlut-
hluttakandi í lífi þess sama manns, og gat sú hlutdeild hafa
feng;izt annaðhvort með fœðingunni, eða við gifting, eða með
sérstökum sáttmála (arfieiðslu), og var þá sá, sem þennan rétt
hafði öðlazt, orðinn nokkurskonar fulltrúi þess manns, er hann
hafði fengið nafn sitt frá. Sonr, sem gengr undir nafni föður
síns, ber eins og með sér persónu föður síns; hann á rétt á því
og býst líka við því, að sér sé sýnd öll sú virðing, er föður hans
tilheyrir. Maðr tilheyrandi einhverri fjölskyldu eða ætt
er viðrkenndr eins og sá, er tilkall á til heiðrs þess, sem fjöl-
skyldunni eía ættinni tilheyrir. Obreyttum herinanni eða þjóni
einhvers konungs eða landstjóra, sem kemr með boðskap frá
herra sínum, er skyldugt að taka ekki rins og hann kœmi í
nafni sjálfs sín, heldr ineð allri þeirri virðing, sem sjálfsagt er
að sýna erindsreka slíkra höfðiigja. Að biöja eða koma í nafni
einhvers annars er því samkvæmt austrlenzkum og biblíulegum
skilningi sama sem að vera fulltrúi þess manns, er maðr hefir
fengið nafn sitt frá.
þegar œðsti prestrinn í ísrael kom fram fyrir drottin sem
fulltrúi liinna tólf kynkvísla til að biðja um miskunn og náð
þeim til handa, þá bar hann á brjóstinu, yfir hjartanu, brjóst-
skjöld settan fjórum gimsteinaröðum ; og „steinarnir voru tólf
eftir nöfnum Israelssona, hver með sínu nafni, grafnir með inn-
siglisgrefti, og nafn á hverjum þeirra eftir nöfnum hinna tólf
kynkvísla“b. Og Aron, œðsti prestrinn, fék þessa skipan :
„Aron skal ávallt bera nöfn ísraelsmanna í dómskildinum á
brjósti sínu, þegar hann gengr inn í helgidóminn, til minningar
fyrir drottni“2h þess var eigi þörf, að Aron nefndi á nafn
hverja einstaka kynkvísl í hvert skifti sein hann gekk inn í
helgidóminn svo sem fulltrúi bæði þeirra allra í einni heild og
hverrar út af fyrir sig. Hann kom fram í þeirra stað. Nöfn.
þeirra voru í hjarta hans, merki þeirra og tákn voru á brjósti
z) z. Mós. aS, 29,
1) z. Mós. 28, 2i.