Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1894, Side 4

Sameiningin - 01.09.1894, Side 4
—100— lians, og þeirra vegna stendr hann f'rammi fyrir drottni biðjandi og berandi fram fórn eins og þarfir þeirra útheimtu. A líkan hátt getr undirherforingi þann dag í dag komið fram fyrir yfirhershöfðingja, með merkjuin þeim, er táknastöðu lians áöxlunum, og einkennum herdeildar þeirrar, sem hann til- heyrir, á brjóstinu, og í nafni herforingja-stöðu sinnar borið íram einhverja bœn, og er honum þá að sjálfsögðu tekið sem fulltrúa fyrir þá sömu herdeild. Eins getr að sínu leyti amerík- anskr borgari, er hann er staddr utanlands, og stendr undir flaggi Bandaríkja, búizt við að verða viðrkenndr sem þegn þess þjöðveldis með öllum þeim heiðri, er þar með fylgir, alveg eins fullkomlega eins og hefði hann nefnt á nafn í heyr- anda hljóði öll sambandsríki lands síns, fjörutíu og fjögur að tölu, hvert á eftir öðru í réttiú röð svo sem deildir ríkisheildar þeirrar, sem hann er þegnskyldr og um leið getr krafizt þess af að veiti sér vernd. Að koma og biðja í nafni einhvers erþannig ekki fólgið í því, að kalla upp nafn persónunnar, sem nafnið á, heldr í því, að koma fram sem fulltrúi þeirrar sömu persónu. Og að því er þá snertir það, sem nú er umtalsefni vort, að koma í Jesú nafni og biðja í Jesú nafni, þá getr enginn með réttu tileinkað sér fyrirheit þau, er Jesús hefrr geiið þeim, sem biðja í hans nafni, fyrir það að hnýta nafn Jesú við bœn sína; þá fyrst hefir maðr þennan rétt, þegar rnaðr kemr fram sem full- trúi fyrir það, sem nafn Jesú táknar. þeir menn voru til ádög- um postulanna, sem héldu, eins og margir kristnir menn nú á tírnum ímynda sér, að maðr fengi sérstakt vald frá guði fyrir það að nefna Jesú nafn, rétt eins og það væri einhver töfraþula. Og menn með þessurn hugsunarhætti „tóku sér fyrir, að nefna yfir þeim, er þjáðust af ilium öndum, nafn drottins Jesú, segj- andi: Eg særi yðr við Jesúnr, sem Páll prédikar." Og eitt sinn, er hinn illi andi var særðr á þennan hátt, svaraði hann og sagði við þá: „Jesúm þekki eg, og við Pál kannast eg, en hverjir eruð þér?“ og hinn illa anda sakaði ekki neitt, heldr þvert á móti þá, sem tekið höfðu sér Jesú nafn í nrunn. (Pg. 19, 13—16). þeir aftr á móti, sem höfðu anda Jesú og voru hluttakandi í eðli hans, lifðu og breyttu og töluðu og hugsuðu í hans nafni, nutu stöðugt velþóknunar guðs og öðluðust kraft afhæðum. Ogþeir, sern þannig lifðu í lrans nafni, urðu sökum nafns hans fyrir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.