Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1894, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.09.1894, Qupperneq 10
—106— samgöngur veröi margfalt greiðari en er bæði á sjó og landi“ o. s. frv. — Bók séra Olafs byrjar með þessari spurning: „Á hverju hefir þjóð vor nú mesta þört?“ Og síðan er lialdið á- fram með þessum orðum: „Á þessa leið spyr margr alvörugefínn maðr um þessar mundir. Svörin verða ýmisleg, sem við er að báast. Einn segir: Vér þurfum helzt af öllu meira stjórnfrelsi. Annar: Vér þurfum að auka og bœta samgöngurnar. þriðji: Vér þurfum að efla atvinnuvegina.“ í ritgjörð vorri stendr noltkru á eftir því, er þegar er tilfœrt: þú hefir mikla áhyggju og umsvif fyrir mörgu, en eitt er nauðsynlegt — segir frelsari heimsins,------drottinn Jesús Kristr“, o. s. frv. En hjá séra Ólafi stendr svo: „Við oss íslendinga, eins og raunar fleiri þjóð- ir, má segja: þér hafið mjög miklar áhyggjur og umsvif fyrir mörgu, en eitt er nauðsynlegt.“ það er auðsætt, að þetta berg- mál af orðuni vorum í upphafs-nr.i Sameiningarinnar er frá þýðandanum og heyrir ekki frumritinu til. Eins og geta má nærri er margt satt og rétt í bók þessari, og ýmsar góðar bendingar eru þar vafalaust snertandi barna- uppeldi, sem aldrei hafa áðr verið teknar fram í riti á íslenzku. En langt um betr finnst oss vera gengið frá ritlingi Herbert Spencers um uppeldi, sem út var gefinn á íslenzku fyrir nokkr- um árum. Meginreglum Spencers með ölluin lcostum þeirra og löstum er þó fylgt í þessum nýja uppeldisleiðarvísi. Spencer tekr, eins og kunnugt er, ekki kristindóminn með í reikning- inn. I bók séra Ólafs er reynt að bœta úr því, en ekki kemr það fram nema á pörtum, í einstökum köflum, sem oss finnast standa í mjög lausu sambandi við aðalhugsan bókarinnar, nærri því eins og þeim hafi verið boett við á eftir. Er líklegt, að mest af því, er trúna snertir í bókinni, sé af þýðandanum skot- ið inn í ritið frá ha.ns eigin brjósti, og að s\o miklu leyti sem það getr samrítnzt ritinu í heild sinni, er það góðra gjalda vert. Á bls. 12. er fundið að því, hve rœkilega fylgt hafi verið á ís- landi „árainningunum hans Salómons, að spara ekki vöndinn,“ og í þess stað ráðið til þess að „fara vel að barninu" og „sýna því kærleika“. þetra er ekki beppilegt. Rétt eins og áminn- ingar þær í biblíunni, sem hér er átt við, sé nú orðnar úreltar, dugi nú ekki lengr; og rétt eins og ekki gæti neinn sannr kærleikr staðið á bak við aga þann, er hér er um að rœða.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.