Sameiningin - 01.09.1894, Page 11
—107—
þaö kemr fram á þessum staö eins og svo undr víða í bók
þessari, að ekki er komið með nema liálfan sannleikann.
Skrítið er að sundrliða vitið í þessa sex hœfilegleika: eftir-
tekt, hugmyndakraft, skilning, minni, dómgreind, ímyndunar-
afl — og taka svo á eftir fram, þá er öllum þessum vit-tegund-
um hefir verið lýst: „Sumir bœta hér við skynseminni". Og
hvað er svo skynsemin? Svar: Hún er „hœfileikinn til þess að
komast út yfir hið skynjanlega og endanlega, til þess að rann-
saka alla hluti ofan í kjölinn, komast að talcmarki allra hluta.
hoefileikinn til þess að komast út yfir hið verulega, tii þess að
mynda hugsjónir“(l). Er ekki þetta svart?
A bls. 40. stendr: „í hjarta mannsins er lind lífsíns, en þar
er og uppspretta minnisins". þetta um uppsprettu minnisins í
hjartanu er víst ekki fullkomlega hálfr sannleikr.
það er margt iieira geggjað af því, sem sagt er til þess að
gjöra grein fyrir hinum eintöku hœfilegleikum vitsins. Um
reikningsnám er tekið fram, að það sé flestu öðru betr fallið til
þess að „styrkja og æfa dómgreindina hjá unglinguuum“, og þar
við svo tafarlaust þessu bœtt: „Sannleiksást þess, er dóminn
fellir, rœðr og miklu um það, hvort dómrinn verðr réttr eða
rangr“. það, sem hér er sagt um sannleiksástina kemr þarna—
við hliðina á þýðing reikningsnámsins—eins og skollinn úr
sauðarleggnum. Rétt ályktan hugsunarinnar eins og í reikn-
ingsdœmi á ekkert skylt við það, hvernig menn dœma um það
eða það í siðferðislegu tilliti. Um fmyndunaraflið er kennt, að
það sé „gáfa sú, er vér setjum saman með orð og atvik, er ann-
aðbvort hafa fyrir oss borið í raun og veru, eða þá ekki eru á
rökum byggð“, og „kallast þá ímyndunaraflið skapandi“. þetta
er hin mesta lokleysa.
Ekki er betr gjörð grein fyrir „tilfinningunum" á 43. bls-
þar segir svo: „Ef oss er boðið í veizlu, vekr það hjá oss gleði;
en hluttaka í veizlunni vekr h já oss kæti. Ef vér aftr á móti
setjumst aftr af veizlunni og metum meira að rœkja einhverja
helga skyldu, þá vekr það hjá oss hjartanlega ánœgju." Og enn
fremr: „Gleðin, sem vaknar, er oss er boðið í veizlu, er kölluð
andleg tilfinning; kætin við veizluborðið holdleg tiLfinning, en
ámegjan yfir því að meti skylduna meir en veizluna, siðferffis-