Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 2
—114—
5. í gullnuin ljóma
í guð.s míns konungssal,
í björtum blóma
hans brúöi’ eg finna skal.
þú, vorsins yndi !
þú, vetrar dýröin gljá !
þú, himinn stirndi!
þú, hv'elíing Ijóssins blá!
sem fys í vindi
þú föl ert guös dýrð hjá.
6. O, verðr talinn
eg verði’ aö koma þar
í brúðkaupssalinn,
til brúðkaups guðs sonar !
Með ljósi’ af hæðum
mér lýs þú, drottinn minn,
og bruðkaupsklæðum
mig borðgest skrýddu þinn.
Með gleðikvæðum
þá geng eg þangað inn.
7. Hið fagra fölnar,
þess fegrð sést ei meir,
og blóminn sölnar
og bliknar npp og deyr.
Purpurinn prúði
úr píslar blóðgum val
minn brúðlcaupsskrúði
og blómi vera skal,
er lífsins brúði
eg lít í brúðkaupssal.
Spátlómsbók Jónasar í nýju ljósi vísimlanna.
Af guðspjallasögunni er kunnugt, að óvinir Jesú meðal
Gyðinga til forna heimtuðu af honum ytirnáttúrlegt teikn
(„teikn af himni“) til sönnunar því, að liann væri liinn fyrir-
lieitni Messías eða Kristr. þessari kröfu þeirra vísaði frelsari
vor frá sér með því í mjög sterkum orðum að lýsa yfir því, að
þeim skyldi ekkert teikn gefast nema tei/cn Jónasar spámanns;
„því,“ segir hann, „eins og Jónas var í hvalfiskjarins kviði í þrjá
daga og þrjár nætr, þannig mun og mannsins sonr vera í þrjá
daga og þrjár nætr í fylgsnum jarðar". Og enn fremr segir
hann: „Níníveborgarmenn munu rísa upp á degi dómsins með
kynslóð þessari og fordœma hana, því þeir tóku sinnaskifti við
kenning Jónasar; og sjáið, hér er sá, sem honum er meiri“
(Matt. 12, 39-41; sbr. einnig Lúk, 11, 29-30 og 32, og Matt. 16,
4). Er af þessu auðsætt, að gildi hinnar undarlegu bókar í
gamla testamentinu, sem ber nafn Jónasar spámanns, er af Jesú
Kristi sjálfum hátíðlega staðfest. A hinn bóginn er frá svo
ótrúlegum hlutuin sagt í bók þessari, að margir, sem þó eru
ákv'eðnir í því að trúa Jesú í öllu upp á orð hans, gcta freistazt til