Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 3
—115—
að ímynda sér, að þessir vitnisburðir Jesú um Jónasar spádóms-
bók sé að einhverju ley ti aflagaðir í ritum guðspjallamannanna.—
Ritgjörð sú. sem liér fer á eftir, getr nú ágætlega komið mönn-
um til hjálpar í slíkum efasemdum. Höfundrinn er dr. Clay
Trumbull, ritstjóri hins ágæta blaðs Swnday School Thnes, sem
um möi’g ár hefir komið út í l’hiladelphia. Dr. Trumbull er
nierkr vísindamaðr og meðalannars heimsfrægr fyrir fornfrœð-
isrannsóknir í austrlöndum, sérstaklega fyrir það, að hann hefir
fundið staðinn Kades-Barnea, som enginn vissi hvar var, í sandey
einni í eyðimörkinni suðr af Gyðingalandi; en á þeim stað höfðust
Israelsmenn við í nálega 38 ár af þeim 40 árum, sem gengu til
leiðangrsins mikla frá Egyptalandi til liins fyrirheitna landsins.
— Ilitgjörð Trumbulls um spádómsbók Jónasar, sem vér höfum
snúið á íslenzku handa „Sameiningunni“, erekki alveg ný. Hún
var af höfundinum lesin upp á fundi lærðra biblíufrœðinga í
Philadelphia hinu 30. Des. 1891.
-x- , -x
þegar um sögulegt gildi Jónasar spádómsbókar iiefir verið
að rœða, hafa tvær af mótbárum þeim, er haldið verið fram allt
frá því á dögum Lúkíans* og þangað til nú, gegn því, að bók
þessi sé sönn saga, haft þýðing í augum margra lærða manna,
sem hildaust trúa vitnisburðum biblíunnar um kraftaverk yfir
höfuð. þessar tvær mótbárur eru: 1. það, að ekki virðist
nœgileg ástœða hafa verið fyrir hinu einstaklega undri, sem j
því var fólgið, að Jónas kemst heill á hófi út úr kviði stórfiskjar
eins, sem hann liafði gleypt; og 2. það, að með öllu ósennilegt
má virðast, að heil þjóð hefði tafarlaust og með hinni mestu
lotning beygt sig fyrir trúarboðskap ókunnugs útlendings frá
landi því, þar sem það fólk bjó, sem þessi sama þjóð leit á sem
óvini sína.
það sr eitt einkenni á kraftaverkum biblíunnar, sem gjörir
þau algjörlega ólík öllum hjátrúar-sögnum, æflntýrum og „lyga-
undrum" á öllum tímum, og það er það, að af kraftaverkum
að vera eru þau í fyllsta máta sennileg ; þau eru yfirnáttúrleg
án þess að vera ónáttúrleg, þegar guð t. a. m. vill leiða lýð
*) Lúkían var Sýrlemlingr, sem uppi var um miðbik 3. aldar eftir
Krists fœðing og samili stór-fræg heitnsádeilurit á grískri tungu. llauu
efaðist um a)lt og Uæddist að allri trú, Ritst. „Sam.“