Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 6
—118—
standandi uppréttr meS fiskhöfSi ofan á mannshöfSi ; — hinn
opni fiskmunnr myndar mítr eins og heilagt höfuSfat, sem
maSrinn her; en mannsfœtrnir nániSrfyrir fisksporðinn. Aftr
á móti er guS þessi stundum sýndr meS mynd, sem er maðr að
framan, en fiskr að aftan, og rís hinn mannlegi frampartr beint
upp, en aftrpartrinn, sem er eins og fisksporðr, liggr flatr.
Líkneski af fiskguði þessum hafa fundizt við dyr halla og
mustera í rústum Niníveborgar, og haf'a þau augsýnilega verið
sett þar upp byggingum þessum til friðhelgis, og á innsiglum
Babýloníumanna sjást sömu myndirnar einnig í margbreytileg-
um útgáfum. Nafnið Dagan kernr snemma fyrir í fieygrúna-
letri. Tíglat-Píleser hinn fyrsti getr um fornkonung einn í
Assýríu meS nafninu Ishme-Dagan, og segir, að þessi konungr
hafi veriS uppi G41 ári áðr, og ætti af því að mega ráSa, aðhann
hefði lifað um 1810fyrir Krists fœðing. Og annar Ishme-Dagan,
babýlonskr konungr, var uppi enn þá áðr en konungrinn í
Assýríu með sama nafni,
Að fiskguSi þessum, sem Dagan var nefndr, hafi í gamla
daga verið veitt lotningarfull tilbeiðsla af fólki í Babýlon og
Assýríu, er auðsætt af hinum fornu minnismörkum. Berósus,
hinn babýlonski sagnaritari, sem uppi var á fjórSu öld fyrir
Krist, skýrir frá fornum sögum um uppruna guðsdýrkunar
þessarar. Samkvæmt hinum ýmsu brotum af ritverki
þessa manns, sem sagnaritendr seinni tíða koma
með, var þjóðmenningin í Kaldeu og Babýloníu, þegar
hún fyrst byrjaði, einmitt undir leiðslu persónu einnar, sem var
maðr og fiskr undir eins og hafði komiS upp úr sjónum. Eftir
því, sem þjóSsogn sú hljóðar, sem Apollodóius hefir eftir Berósus,
„var allr líkami veru þessarar líkr fisklíkama, og undir fiskhöfð-
inu hafði hann annaS höfuð og sömuleiðis fœtr að neSan, líka
mannsfótum, tengda saman viS fisksporðinn. Rödd hans og
mál var sömuleiSis eins og manns meS heyranlegu orðaskili og
reglulegu hljóðfalli; og hefir mynel hans varSveitt verið jafnvel
allt fram á þennan dag. þessi vera talaSi við menn á daginn,
en tók enga fœðu þann tíma. Og hann gaf mönnum skilning á
bókmenntum, náttúrufrœði og allskonar íþróttum. Hann
kenndi þeim að smíða hús, reisa musteri, taka saman lög, og
hannskýrSi fyrir þeim grundvallarsetningar jarðmálsfrœðinnar-