Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 4
—116— sinn út úr Egyptalandi með voldugri hendi, þá segir hann ekki við Móses, að hann skuli veita sprota sínum uppi yfir höfðum þeirra í því skyni, eins og kunnugt er frá „þúsund og einni nótt“, að láta þá líða í gegnutn loftið og ílytjast þannig til Kanaans- lands, heldr lætr hann þá fara fótgangandi allt að strönd Rauða- hafsins, og býðr þá Mósesi að rétta sprotann út yfir sjóinn í því skyni að vatnið skifti sér og vegr opnist yfir um fyrir ísraelsmenn, og aftr a'ð rétta hann út til þess að vatnið falli aftr saman yfir Egypta, svo þeir drukkni. Sama er að segja um hin tíu undr, plágurnar yfirnáttúrlegu, sem guð lét ltoma fram í því skyni að faraó léti tilleiðast að sleppa lýð drottins burt úr ánauðinni; það eru nokkurskonar slög, eitt öðru meira, sem guðir Egypta einn eftir annan verða íyrir, og er fyrst byrjað á guði NíJffjótsins, sem hafði hina mestu helgi meðal egypzkrar alþýðu. Svo fœrast slögin eða áföllin áfram og upp á við. Hinn konunglegi sólar-guð á himn- urn uppi er sleginn. Og loks eru slegnir allir frumburðir, eða hinir prestlegu fulltrúar guðanna, á hverju einasta egypzku heimili, „allt frá hinum frumgetna syni faraós, sem sitr í sinu hásæti, tiJ frumgetnings ambáttarinnar, sem stendr við kvörn- ina, og allr frumburðr fénaðarins“ (sem nefnilega var guðunum helgaðr). I ljósi því, er rannsóknir seinni tíma hafa varpað yfir sögu Forn-Egypta. hætta öll þessi undr að líta út eins og mein- ingarlausar sýningar guðlegs almættis, en verða þvert á móti mjög eðlileg, enda þótt yfirnáttúrleg sé, sem opinberanir þess, að guð Hebrea var hinn sanni guð, sem allir þeir guöir, er Egyptuin fannst svo mikið til um, lilutu að lúta. Eins eru kraftaverk þau, er hin fjögur guðspjöll nýja testamentisins segja frá, algjörlega ólík undrum þeim, sem koma fyrir í hinum apokrýfisku guðspjöllum, að því leyti, að hið yfirnáttúrlega birtist á svo sennilegan og eðlilegan liátt í saman- burði við það, hvernig það kemr fram í hinum ritunum, sem þá líka augsýnilega bera það með sér, að þau eru ekki annað en óekta eftirstælingar. í guðspjöllum nýja testamentisins grípr yfirnáttúrlegt aff inn í söguna þar sem eðlileg ástœða er fyrir hendi, til þess að veita mönnum fœðu, lækna jxikdóma, vekja líf af dauða, lægja hin uppœstu náttúruöfl. í apokrýfisku guðspjöllunum aftr á móti eru kraftavcrk látin koma fram í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.