Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 13
—125— meS babýlonsku fleygletii. Hvergi kemr það fyrir, að hin egypzka tunga liati notuð verið. Og sýnir þetta, að löngu á undan burtíor ísraelsmanna úr Egyptalandi heíir tunga Babýloníurnanna verið ritmál almennings í öllum hinum austlægu menntalöndum frá Níl til Tigrisár og að letrtáknanir Babýloníumanna hafa möunum kenndar verið jafnframt tungu- máli þeirra um alla Vestr-Asíu. Meðal þeirra manna, er bréfaviðskifti áttu við konung Egyptalands, var Ebed-tob nokkur í Jerúsalem. Jerúsalem var þegar á þeirri tíð talsvert mikill bœr, sem ytirráð hafði ytir landspildu all stórri út frá sér til suðrs og vestrs. þess er getið, að Jerúsalem liati átt í vök aö verjast, því einhverjir, sem kallaðir eru Khabiri eða „bandamenn" hafi sótt að henni. Og er aðalefnið í bréfum Ebcd-tobs það, að hann biðr um hjálp á móti þessum fjandmönnum. Eftir því, sem Ebed-tob sjálfr skýrir frá, stóð allt öðru vísi á fyrir honum en öllum öðrum egypzkum landstjórum í Kanaanslandi. Hann hafði hvorki verið út nefndr til embættistignar sinnar af konungi Egyptalands, né heldr hafði hann fenjjið tign sína af honum staðfesta. Hann var kominn til valda samkvæmt úrslturði „liins inikla konungs", það er að segja: guðs,—vefrétt, Hann hafði eigi erft embætti sitt eftir „föður og móður“. Hann var konungr í Jerúsalem fyrir þá sök, að hann var prestr guðs. I einu af bréfum sínum til „lávarðar“ síns og „konungs“, faraós í Egyptalandi1), kemst hann svo að orði: „Sjá, livorki faðir minn né móðir mín hefir hafið mig til stöðu minnar“. Og í öðru bréfi hans stendr þetta; „hvorki faðir minn né móðir mín, heldr vefrétt hins volduga konungs“. þetta svarar nákvæmlega til þess, sem í biblíunni er sagt urn Melkísedek, því urn hann stendr þar svo: „Hann átti hvorki föður né móður eða ættlegg“ o. s. frv. (Hebr. 7, 3). Eins og Ebed-tob er hann prestr og konungr undir eins, Og af því að liann var prestr guðs hins œðsta, þá gaf Abraham honum tíund af öllu. Gild og góð ástœða er og fyrir því, að Melkísedek er 1) Faraó er hin hebreska mynd hins egypzka orðsper-aa, scm merkir „stóro húsið“, ,,og voru konungar Egypta um langa tíð'nefndii'' }>eim tignartitli.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.