Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 14
—126
kallaSr „konungr í Salem“ í staSinn fyrir , í Jerúsalem"
í lleygletrinu er Jerúsalem nefntl Uru’-salim. Uru merkir
„bœr“ og salim „friSr“ eSa öllu heldr „guS friSarins."
Fyrra orSinu er sleppt, því aSalatriSiS er síSara orSiS. Mel-
kísedek er leiddr inn í söguna sem „prestr guSs hins œSsta ‘‘
og „konungr í salem“, þaS er aS segja : „konungr í bœ (borg)
guSs friSarins.“ Hafi dr. Winckler og prófessor Sayce lesiS
rétt úr óskýrri línu nokkurri á einu af spjöldunum, getr
Ebed-tob þess og í einu bréti til Egyptalands-konungs, aS
guð sá, sem hann tignaSi í Jerúsalem, haíi nefndr verið
<juff salim, þ. e.: guð friðarins.
þaS er þannig áreiðanlega víst, aS Jerúsalem liefir um
langar aldir verið heilagr bœr. Vér skiljum og rni, hvernig
á því stóð, aS Abraham, er hann sneri heimleiöis aftr unninn
sigr, gaf hinum konunglega presti tíund af herfangi sínu.
Hann hafSi rekiS hinu aðsœkjanda óvinalier út úr landiuu,
og Kanaan naut nú aftr f r i S a r fyrir bragðið. það var því
eðlilegt, aS prestr friSar-guSsins, hins œSsta guðs, veitti
Abraham blessan sína, og Abraham aftr á móti innti af
hendi við hann tíund þá, sem honum bar að greiða samkvæmt
landsvenjunni.
Allar líkur eru og til þess, aS Esajas spámaðr hafi Melkí-
sedek „konung réttlætisins“, „konunginn í Salem, borg frið-
arins“, í huganum, þá er hann talar um þann, er endrreisa
myndi konungshásæti Davíös, eins og „friðarhöfðingjann‘‘
(Esaj. 9, 5—6). „Konungr Salems" var fyrirmyndan
„friSarhöfðingjans" eins og svo rœkilega er gjörð grein fyrir
í Hebreabréfinu (í 7. kapitula).
Og hvaS sem segja má um einstök atriði, þá er það
alveg vafalaust, að hér er íengin fullnaðarsönnun fyrir
áreiSanlegleik þess, er biblían segir um Melkísedek.
Heppilega farast dr. Sayce orð, er hann ritar : „Frásagnir
þær, sem vantrúarvísindin hafa verið að krukka í og með
öllu móti reynt til aS gjöra að engu, eru nú aftr fyrir hina
þrautseigu vinnu grafenda og rúnaþýSenda komnar inn í
söguna. Herför hinna babýlonsku konunga hefir úr þeirri
átt veriS mótmælt, og enn þá sterkari mótmæli hafa komið
i'ram gegu frásögunní um Melkísedek. Eu þessi síöastx