Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.10.1895, Blaðsíða 9
—121 Synodiis — prestastefnan íslenzka, sem svo er kölluð— var eins og vant er haldin í sumar í Reykjavík 4. Júlí, og virðist samkoma þessi hafa verið með allra tilkomuminnsta móti, jafnvel enn lítilfjörlegri en sú í fyrra. Auk stiftsyfirvaldanna (biskups og amtmanns suðvestramtsins) voru 13 prestar viðstaddir og 2 af kennurunum við prestaskólann. A undan samkomunni prédik- aði séra Jens Pálsson út'af Róm. 1, 14-16. Biskup sctti fundinn, ávarpaði hann með rœðu og minntist }>ar sérstaklega séra jiórarins heitins Böðvarssonar, sem andaðist 7. Maí síðastl. og verið hafði lengi einhver atkvæðamesti maðr- inn í íslenzkum kirkjumálum. Útbýtt var að vanda nokkru fé milli uppgjafapresta og prestaekkra. Skýrsla kom fram um aðgjörðir nefndar þeirrar, er sett var um árið til að endrskoða handbók presta. Nefndin hafði samið form fyrir guðþjónustum í kirkjunni, lengra og styttra form fyrir almennum helgidaga- guðþjónustum, svo og form fyrir hátíðaguðþjónustum, og enn fremr fyrir sldrnarathöfnum, fermingum og hjónavígslum- Um nýtt textaval er ekki getið. Litlar umrœður urðu um til- lögur nefndarinnar, með því gjört var ráð fyrir, að þær yi'ði prentaðar og síðan sendar prestum út um allt land til athugunar. Einn fundarmaðr (séra Jens Pálsson) bar fram tillögu um það, að missíón væri sett í gang meðal íslendinga í Kaupmanna- höfn og skyldi hún kostuð af landsjóði. Hunn hefir vafalaust verið að hugsa um vantrúarsýkina, sem ísland hefir aðallega fengið til sín úr þeirri átt, og viljað lækna hana. En eftir nokkrar umrœður tók hann aftr tillögu sína; hefir liklega fundið, að bún myndi hafa lítinn byr með sér frá hálfu þeirra, er sátu á kirkjuþingi þessu. Menn eru víst yfir iröfuð ekki enn þar heima, allra sízt á hinum œðri stöðum, vaxnir upp í þá meðvitund, að nokkuð sé verulega bogið við Kaupmannahafnar- vi.st Islendinga, eða, þó aldrei nema það væri, að úr því verði nokkuð brett með íslenzku kristniboði. Höfuð íslenzka mennta- lífsins á vitanlega heima einmitt í Kaupmannahöfn, og fœri hinir óœðri partar þjóðarlíkamans, fólkið þar heima á Islandi, að skifta sér af því höfði, í þá átt, að ætla sér að kristna það, }>á myndi það þykja óheyrileg bíræfni. þeim öllum á íslandi, sem standa þessu höfði næst, myndi þykja sér óvirðing gjörð með öðru

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.