Sameiningin - 01.01.1896, Qupperneq 10
170—
innar“. í Dakota fást þau hjá ritstjóranum sóra FriSrik á
Garðar og séra Jónasi A. Sigurðssyni á Akra, og í Minnesota
hjá séra Birni B. Jónssyni í Minneota. Hér nyrðra (í Manitoba)
eru þau enn fretnr að fá hjá hr. Jóni Björnssyni á Baldr og hr.
Bjarna Marteinssyni við íslendingatijót.
Ágóðinn af sölu ritsins gengr eins og að undanförnu í
o o o o
skólasjóð kirkjufélagsins.
Einn sunniulagr á íslandi.
(En sönclag paa Island) heitir ritgjörð ein, sem nýlega er komin
út í „For Kirlce og Kultur", tímariti þeirra Chr. Bruuns og Th-
Klaveness í Kristjaníu. Höf. cr S. Holst Jensen, norskr prestr,
sem skrapp upp til íslands í hitt hið fyrra sumar. Og segir
hann í ritgjörð þessari frá því, sem bar fyrir augu hans og eyru
einn sunnudag uppi á íslandi, og hugleiðingum sínuin út af því.
það var sunnudaginn 8. eftir trínitatis, 24. Júlí, 1893. Hann
var þá í allra beíita veðri staddr í Laugardalnutn hjá Geysi, sem
honum þó ekki auðnaðist að sjá í sinni dýrð, og fékk þá tœki-
fœri til að vera við kirkju í Haukadal hjá séra Magnúsi Helga-
syni. Jensen prestr lýsir náttúrunni íslenzku prýðilega vel og
hefir hún augsýnilega haft á hann ali-mikil áhrif. TJm fólkið
talar hann mjög hlýlcga og virðulega. Hann fer og all-mikið
ir.n í bókmenntir íslands á síðari tímum, einkum að því leyti.
sem þær snerta kirkjuna og kristindóminn. Sérstaklega segir
hann vol og vandlega frá sálmabókinni frá 1886 og sálmaskáld-
skapnum íslenzka yfir höfuð. Að því, er sáimaskáldskap fyrri
alda snertir, hefir hann mest af fróðleik sinum fengið úr ritum
þeirra dr. Jóns þorkelssonar í Kaupmannahöfn („Digtuingen
paa Island i det löde og 16dc aarhundrede“) ogCarl Rosenbergs
(..Nordboernes aandsliv“), og síterar hann langa klausn eftir
hinn síðar nofnda um Hallgrím Pétrsson og passíusálmana, scm
1 klega er það bezta. sem nokkurn tíma hefir á öðrum tungum
en íslenzku verið sagt um það mál. Uin biblíu-útleggingarnar
islenzku flytr höfundr ritgjörðarinnar einnig all-langt erindi.
En þar er sá slæmi hængr á, að hann tekr það nálega algjörlega
eftir dr. Guðbrandi Vigfússyni, sem þrátt fyrir allt sitt ágæti
og sína miklu þekking á sögu og bókmenntum íslands leit svo