Sameiningin - 01.01.1896, Side 12
—172
æfa á her fjandmannanna, sem ekkert grunaði. þeir Kedorla-
ómer ímynda sér að sjálfsögðu, að fjölmennr her sœki að þeim
rír öllum áttum. Og tekst Abraham með bragði þessu að reka
her Kedorlaómers á fiótta og ná Lot aftr og nokkrum hluta
hins hertekna lýðs ásamt með fjármunum þeim, er þar með
fylgdu.
þessi frásaga um herför Kedorlaómers hefir verið dœmd
æfintýri eitt, með því að talið var sjálfsagt, að óhugsanlegt væri,
að gjörð hefði verið herför til lands, er lá svo fjarri stöðvuin
þeim, er leiðangrinn var sagðr að hafa verið gjörðr frá, svo
snemma á tímum og þá er Abraham var uppi. Saga þessi var
og vefengd fyrir þá sök, að sagt er, að forkólfr leiðangrs þessa,
Kedorlaómer konungr í Elam, haíi átt heiina svo langt í burtu.
Maðrinn, sem stóð fyrir herför þessari, hefði þó vissulega ekki
getað hafa átt heima lengra burtu en í Babýlon. þannig
hugsuðu menn.
En rannsóknir síðustu tíma hafa leitt í ijós, að eigi tjáir
framar í nafni vísindanna að halda því fram, að ótrúlegt sé, að
gjörð hafi verið herför frá Elam eða Babýloníu svo langt vestr,
eða að fyrir því sé engar áreiðanlegar sannanir. Eigi dugir
lieldr framar að halda því fram, að frásögnin öll sé bergmál af
sögunni um hinar sýrlenzku herfarir á dögum Tiglat-Pílesers
eða herför Assýra á dögum Sankeribs. það tjáir eigi héðan af
að slengja því út, að nöfn hinna fimm kanversku konunga sanni
málfrreðislega (það er að segja samkvæmt þýðing þeirra og upp-
runa), að saga þessi sé æfintýri. Austrlenzk fornfrœði hefir á
inerkilegan liátt orðið frásögn bibbunnar til staðfestingar. Af
steinspjöldunum, sem grafin hafa verið úr jörðu i Tel-el-Amarna,
er auðsætt, að Sýrland og Kanaansland hetir orðið fyrir áhrifum
frá Babýloníu löngu fyrir burtför ísraelsmanna úr Egyptalandi.
Afar snemma á tímum hafa herfarir verið gjörðar frá Babýloníu
til suðrhluta Kanaanslands. Og á þeim tíina, er hinir svo
köliuðu „hyksos“ eða hjarðmanna-konungar voru flæmdir út úr
Nílárdalnum, höfðu Babýloníumenn náð sér niðr á ströndum
Miðjarðarhafsins.
það hafa meira að segja í Babýlon sjálfri fundizt vitnis-
burðir um þessar sigrvinni.igar þar vestra svo snemma á tíðum.
Sargon frá Akkad (sem auðvitað var allt annar maðr en Sargon