Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 8
120— ekki því félagi til að gefa út rit trúarlegs eða kristilegs efnis. það hefði meira að segja undir gömlu lögunum verið alveg sjálfsagt fyrir Bókmenntafélagið að gefa Biblíuljóðin út, hefði þau á þeirri tíð verið til og borizt því upp í hendr, fyrir þá sök, að þar er um það rit að rœða, sem eigi að eins er guðfrœðilegs efnis, heldr líka er skáldlegt íþróttaverk, vafalaust mesta skáld- skaparritið íslenzka, sem fram leitt hefir verið á öld þessari. Og að þeir, sem stóðu fyrir Bókmenntafélaginu undir hinum eldri lögum þess, hafi verið þessarar skoðunar má bezt sjá á því, að þeir tóku fegins hendi við þýðingum séra Jóns þorlákssonar á , Paradísarmissi'1 Miltons og „Messíasardrápu“ Kloppstocks og létu félagið gefa þær út. Höfundrinn í „Stefni“ nefnir líka út- gáfu þessara rita, en segir um leið, að það hafi ekki verið biblíu- ljóð, heldr ,þýðing á merkilegum skáldritum, sérstaklegs efnis". Auðvitað er þetta vitleysa, því hvottveggja slcáldskaparverkið er ekta biblíuljóð, því bæði er efnið, sem þar er út af orkt, tekið úr biblíunni, og meðferð þess öll hjá báðum skáldnnum i há- kristilegum anda. 0g þar sem þessi verk í mótsetning til Biblíuljóða séra Valdemars eru kölluð „merkileg skáldrit", þá virðist greinilega með því vera gefið í skyn, að hið síðar nefnda verk sé annaðhvort lítilsvirði ellegar einskisvirði í skáldskapar- legu tillit. þetta hlýtr að vera réttr skilningr á orðum höfund- arins, því annai’s gæti honum ekki hafa fundizt rangt af Bók- menntafélaginu nú að gefa út Biblíuljóðin, sem þó er verk fium- samið á vora tungu, en rétt af því forðum—meðan það þó enn lifði undir gömlu lögunum—að gefa út þýðingar hinna trúar- Ijóðanna. Og þó að höfundrinn Ij'si yfir því, að hann hafi ekki neitt á móti þessu ritverki séra Valdemars og segi þau „þess verð að gefast út sem allt annað eftir þann höfund“, þá bœtir það næsta litið úr og verðr ekki tekið öðruvísi en nokk- urskonar ráðaleysis-kompl'ment. Og þar sern honum finnst það hefði staðið nær Biblíufélaginu íslenzka en Bókmenntafé- laginu að gefa út Biblíuljóðin, þá er jrað augsýnilega sagt í vandræðum og vitleysu. Tilgangr Biblíufélagsins íslenzka, eins og líklega allra biblíufélaga, hefirfrá upphafi verið fast afrnark- aðr, si nefnilega, að breiða út biblíuna sjálfa, en alls ekki nein ritverk út af henni eða henni til skýringar, hversu ágæt sem vera kynni. Fyrir tveim órum voru lög félagsins endrskoðuð, en þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.