Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 11
—123— þegar fundarmenn þar næst afbiskupi voru beSnir aS skýra frá málum þeim, er þeir hefði fram aS bera, þá sýndist fyrst lítiS ætla fyrir aS verSa. Séra Valdemar Briem kom reyndar fram og skýrSi frá því, í nafni eigenda sálmabókarinnar, aS þeir hefði afráðiS, að afhenda eignar- og útgáfuréttinn aS bókinni prests- ekknasjóSnum. Var gjöf þessi þegin og fyrir hana þakkaS af biskupi. En er því máli var lokiS á fáeinum mínútum, leit helzt út fyrir, aS fundarefni öll væri tœmd. En þá bœtti séra Jón Helgason, prestaskólakennari, úr skák meS því aS koma fram meS fyrirlestr urn „trúvörn og umburSarlyndi“,og birtist nokkur hluti þess erindis í September-blaðinu af „Verði ljós“, semnýkomiS er til vor, þá er þetta er ritaS. þaS er ágætr og mjög skorinorSr fyrirlestr og efni það, sem þar er vakiS máls á, svo tímabært nú sem mest má verSa. I 2. árgangi „Aldamóta“ er fyrirlestr eftir séra FriSrik J. Bergmann um „umburSarlyndi í trúarefnum'1, og er vert aS bera þessa tvo fyrirlestra saman. AS því leyti, sem efniS er hið sama, fara þeir báðir í nákvæmlega sömu stéfnu. Biskup þakkaði séra Jóni fyrir erindi það, er hann flutti, og þaS hafa vafalaust fleiri gjört þeirra, er sátu á samkomunni, þó aS sitthvað af því, er stendr í fyvra hluta fyrirlestrsins, hafi að líkindum snert surna óþægilega. „Verði ljós“ getr þess, að eftir uppástungu biskups hafi engar umrœSur orðið út af fyrir- lestrinum. Og grein sína um synodus-iand þennan endar sama blaS með þessum orðum : „það kann vel að vera, aS hór á landi sé meira „kirkjulegt b'f—kristilegt líf“ cn almennt en talið, en víst er það, aS prestastefnan síðasta bar þess yfirleitt eklci vott. „Kirkjublaðiö“ lætr sér nægja, að prenta upp greinarstúf .Isafoldar" um synodus. Kirkjusaga séra Helga Hálfdanarsonar. Meöal guðfrreðisrita þeirra, sem séra Helgi Hálfdanarson vann aS á embættistíð sinni við prestaskólann í Reykjavík, var kirkjusaga almenn, sem byrjaði aS koma út íyrir 13 árum. Var tilætlanin, að það verk næði yfir gjörvalla sögu kristninnar frá dögum postulanna og allt fram á vora tíð. En aS eins nokkrum hluta verksins fékk höfundrinn lokiS áðr en hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.