Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 13
—125— xnennt kirkjusögurit veriS til á vorri tungu, nema ef telja skal hið afar stutta kirkjusögu-ágrip, sem linýtt var forðum aftan við Horsters Ágrip af historíum heilagrar ritninggr, er sein- ast var prentað í Viðey árið 1837. En nú eftir að þessi saga fornkirkjunnar eftir séra Helga er öll út komin er vonanda, að ekki verði þess mjög iarigt að bíða, að einhverjir íslenzkir guð- írœðingar vekist upp til þess að leggja miðaldasögu kirkjunnar og sögu kristninnar eftir reformazíónina fram fyi-ir almenning þjóðar vori’ar á liennar eigin tungu. Vaxandi áhugi hjá íslenzk- um safnaðalýð heimtar slika viðbót við bókaforða vorn. En hvort sem lengr eða skemr líðr áðr en sú viðbót fæst, þá er nú fyrir kirkjulega hugsanda fólk að nota sér það verk urn forn- sögu kristninnar, er þegar er fengið. jrví af því má fá stór- mikinn fróðleik og uppbygging í kristilegu tilliti. Lakast er, að vér getum ekki frœtt lesehdr vora um verðið á bókinni. Og’ að líkindum er enn þáekki eitt einasta eintak til af lienni í bókaverzlununum íslenzku hér vestan hafs. Hún er prentuð í „ísafoldar“-prentsmiðju og fæst eflaust hjá öllum bókasölunum í Reyjavík. Prestaskólinn lúterski í Chicago, sem þrír af prestum kirkjufélagsins hafa fengið guðfrœðismenntan sína á, gefr út ofr-lítið tímarit: The Ghicago Lutheran Seminary Record, sem gefr ágætar upplýsingar um fyrirkornulag þeirrar stofnunar og verk það, erþar er verið að vinna. það keinr út fjórum sinnum á ári, hvert hefti nálægt tveim örkum, og kostar árgangrinn 25 cents. það hefir einnig inni að halda margar góðar smágreinir um biblíufrœði og kirkjumál. Og enn fremr bendir það á nýjar bœkr, sem beztar eru í ýmsum greinum guðfrœðinnar.— Svipað ársrit ætti prestaskólinn í Reykjavík að gefa út. það myndi hefja hann í áliti og verða bæði guðfrœðisnemendum og prestum til gagns. þeir dr. Pétr Pétrsson og Sigurðr Melsteð byrjuðu að gefa út slíkt ársrit skömmu eftir að prestaskólinn var á stofn settr um miðja öldina, og þó að það ekki bæri sig þá og hætti með fyrsta árganginum (1850), ]xá ætti ekki að þurfa að fara svo nú, ef ritið væri vel og heppilega úr garði gjört. Einkum ltœmi sér vel að þar væri bent á beztu nýjar guðfrœðis-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.