Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 14
—126—
bœkr, sem eigi eru svo við alþýðuhœfi, að við eiganda þyki að
þeirra sé minnzt í hinum almennu kirkjumálablöðum. Ein ein-
asta skýrsla um prestaskólann á íslandi kom og út í gamla
daga (1856), með svipuðu fyrirkomulagi og skólaskýrslurnar
frá latínuskólanum. En líka við það fyrirtœki var hætt og
það hefir aldrei verið lífgað aftr.
------í—o<>o—<------
Minning séra jiorkels 0. Sigurðssonar heitins til sóma hefir
af bókaverðinum við Thiel College í Greenville, Pa., ritgjörð sú
verið gefin út á prent, sem hann í fyrra var gjörðr að doktor í
heimspeki fyrir þar við skólann. það er sérstakr ritlingr 30
blaðsíður að stœrð. Efni ritgjörðarinnar er: Thc cloctrine of
reality in philosophical thought. Framan við bœklinginn er
ofr-stutt æfiininning séra þorkels og mynd af honum, sem vel
hefir heppnazt.
----------------------
Séra Jón J. Clemens, prestr safnaðanna í Argyle-byggð,
Manitoba, ferðaðist í Agústmánuði til nýlendu Islendinga í
Pipestone-sveit, sem liggr nærri vestrtakmörkum Manitoba-
fylkis nálægt 70 mílum beint vestr frá Glenboro. Og er það í
fyrsta sinn, að íslenzkr prestr hefir heimsótt það byggðarlag.
Hann fór með járnbrautinni til Brandon og þaðan til Reston.
Frá þeirri brautarstöð eru að eins 8 mílur til íslendingabyggð-
arinnar. Idinn 12. Agúst hafði hann guðsþjónustusamkomu
með nýlendubúum í húsi Kristjáns Bardals, og eftir prédikan
tók hann fólk til altaris og skírði 7 börn. Nálega hvert manns-
barn í nýlendunni sótti sainkomuna. Og komu menn sér sam-
an um áðr en menn skildu, að koma framvegis saman til hús-
lestrar-guðsþjónustu fyrsta sunnudag í hverjum mánuði í ein-
hverju af íbúðarliúsum byggðarinnar. Er vonanda, að þetta
verði byrjan til þess að nýlendubúar dragi sig saman bráðlega
og myndi hjá sér reglulegan söfriuð.
A leiðinni út til Islendingabyggðar þessarar heimsótti séra
Jón hinn litla íslenzka söfnuð í Brandon. Dvaldi hann hjá
þeim söfnuði sunnudaginn 9. Ágúst (10. e. trín.), liafði þar tvær
guðsþjónustur, tók fólk til altaris og skfrði 4 börn. Talsverðan
kirkjulegau áhuga þóttist hann vcrða var við meðal íslendinga