Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 5
—117— á fyrsta degi vikunnar, þá vér vonrn saman komnir til aíS brjóta brauðiö, bélt Páil rœSu, því hann ætlaði að ferðast um morguninn, og teygði rœðuna til miSnættis'1 (20, 7). þetta var í borginni Tróas í Litlu Asíu. Hér er aftr talaS um sunnudag- inn sem vanalegan guðsþjónustudag hins fyrsta kristna safn- aðar. Loks skulum vér minnast þess, að Jóhannes postuli og guðspjallamaðr segir frá þeirri dýrðlegu opinberan, sem hann fékk í útlegð sinni á eyjunni Patmos, með þessum orðum : „Eg var í anda á drottins degi“ (Op. 1, 10). Sá dagr, sem hann kallar drottins dag, er sjálfsagt enginn annar en sunnudagiinn, þótt það nafn komi annars ekki fyrir í njtja testamentinu, því hjá þeim kirkjulegu rithöfundum, sem næstir koma á eftir Jóhannesi, verðum vér þess vTarir, að það er orðið almennt að nefna sunnudaginn þannig. Af þessum tilfœrðu stöðum úr nýja testamentinu sjáum vér, að kristnir menn hafa þegar eftir upprisu frelsarans farið að halda sunnudaginn að meira og minna lejTi helgan til minn- ingar um ];ann helga atburð. þeir hafa þá komið saman til sameiginlegs bœnahalds, til að heyra guðs orð, til að njóta hinnar helgu kvöldmáltíðar. þeir af þeim, sem áðr höfðu verið Gyðingar, liafa eflaust einnig lialdið laugardaginn helgan nokkuð lengi fram eftir. En þeir, sem snerust frá heiðni til kristni, voru margfalt heiri. Og þegar þeir nú fóru að halda einn dag af hverjum sjö helgan, var jrað eðlilegt, að sá dagr yrði einmitt sunnudagrinn, upprisudagr frelsarans. því það var einmitt upprisan og upprisuboðskaprinn, sem hafði snúið þeim til trúarinnar. Hvergi í nýja testamentinu er neitt boðorð geíið um sunnu- daginn. Hvergi er það tekið fram, að kristnir menn skuli hætta að halda laugardaginn lielgan. það liefði líka verið gagnstœtt öllum anda nýja testamentisins, að gefa nokkurt boðorð um slíka hluti. Erelsið frá lögmálsokinu varð að koma fram og ryðja nýjar brautir. Lmskurnin varð að víkja fyrir skírninni, laugardagrinn fj’rir sunnudeginum. Breytingin hefir orðið smásaman, aldrei veiið gjörð að neinu kappsmáli, heldr komið sjálfkrafa og verið skoðuð að lokum sein sjálfsiigð. Postularnir hafasjálfir gengið á undan, og andinn, sem úthellt yar í svo ríkum mæli yfir hinn fyrsta söfnuð, leitt í þeirra spor.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.