Sameiningin - 01.10.1896, Blaðsíða 10
—122 —
alþing stundum ekki sem vinveittast kirkjunni. Biskup sýnist
hér hafa gengiS út frá því, að kirkjuleg samkoma gæti ekkert
eiginlegt gagn gjört svo lengi sem hún ekki hefði vaid til að
gefa út lög fyrir kirkjuna um hag hennar hið ytra. En bæði
er það, að slík samkoma getr æfinlega haft óendanlegt umtals-
efni þar sem er trúarkenning og siðalærdómr kr:stninnar, og í
annan stað ætti þessi tilfinning fyrir því, að kirkjan hefir verið
svift löggjafarvaldi í sínum eigin málum, að hrinda þeim öllum,
er þá tilfinning liafa, á stað til þess tafarlaust að brjótast í því
með öllu leyfilegu móti, að fá kirkjuna leysta undan ánauðaroki
hins veraldlega valds. Og væri hvergi eins sjálfsagðr staðr til
þess að bera þetta mál, inálið um aðskilnað ríkis og kirkju á
Islandi, fram og taka það til alvarlegrar og rœkilegrar umrœðu
en einmitt á synodus. þá fengi si/'nocfoi.s-mennirnir þó áendan-
um nógu stórt umtalsefni snertandi hina ytri hlið kirkjunnar
fyrir þá samkómu sína og þyrfti ekki að verða í ráðaleysi rneð
það, hvernig þeir ætti að verja fáeinum klukkustundum, sem
vanalega eru látnar ganga til þessa tómlcga fundarhalds. Og
þá gæti hinir einstöku kirkjumenn þar heiina, sem þótzt lmfa
trúað á frjálsa og ríkisstjórninni óháða kirkju, rekið af sér
sliðruorðið fyrir það, að þeim liggi það vdferðarmál fyrir lnnd
og lýð í léttu rúmi og hafi að eins verið að flagga með frjAls-
lyndi sitt og varpa ryki í augu almennings, þegar þeir minntust
á það mál eins og sitt eigið. En þá fyndist amtmanninum í
Reykjavík, ef til vili, sér fara að verða ofaukið á synoi/us, sök-
um afstöðu embættis síns við stjórnina, og að minnsta kosti kysi
liann undir þeim kringumstœðum lielzt að sleppa forsetasætinu
við biskupinn.
Fjárskiftin til uppgjafaprestanna og prestaekknanna, sun
stiftsyfirvöldin höfðu gjört, voru samþykkt á þessari synodus
óbreytt eins og vanalega.
Frumvarpið til endrbótar á handbók presta eða hið nýja
form fyrir guðþjónustum og embættisverkum presta, sem þar til
kjörin nefnd hafði samið og lagt varfyrir tynodus í fyrra, hafði
enn þá eigi orðið prentað, og því ekki heldr fengið neina út-
breiðslu meðal presta. það hafði hindrazt á árinu sökum
embættisanna biskups. En biskupinn bjóst við, að frumvarp
þetta yrði nú prentað í hftust,