Sameiningin - 01.12.1896, Page 6
GuS langar til a5 fá kveykt ljfisið þaS arna í hjörtum vor
allra; því hann vill, aS vér höldum jól; en jól er oss ekki unnt
að halda nema hjörtun sá lýst upp af jólaljósinu og í guði glöS
fyrir fullvissuna þá, að hann sé hinn elskulegi, líknarfulli faðir
vor á himnum og vér börnin hans fyrir jólabarnið blessaða.
það er engin hátíð í því húsi, þar sem bæði er dimmt og
kalt; heldr ekki í hjarta þínu, ef bæði er dimmt og kalt í þvi;
en ef hjartað er hátíðarlaust, þá heldr þú enga jólahátíð. þess
vegna skaltu láta hjartað þitt opnast vel fyrir jólaboðskapnum.
þá verðr bjart og hlýtt í því; því þá koma jólin inn til þín með
ljósið sitt og ylinn sinn. Reyndu svo að kveykja ljós í hjarta
einhvers, sem skortir jólaljós og jólayl.
Já, gjörðu það. þá heldrðu jól.
Til manntals.
Eftir séra Jönas A. Sigvrdsso.x.
,Fóru þá allir tii manntals, hver til sinnar horgar‘,
(Lúk. 2,3.).
þegar Agústus keisari forðum boðar til manntals og skatt-
skriftar um allan heim, þá hlýða því allir. þeir fara allir,
Gyðingarnir, hvernig sem hinar ytri ástœð ur þeirra voru, eins
og þau Jósef og María, hver til sinnur borgar. þessi skattskrift
hafði erviðismuni og útlát í for ineð sér. þeim getr ekki
dulizt það, En samt hlýða þeir skipan keisara síns—allir, segir
textinri. Hér koma ekki til greina neinar afsakanir né ómögu-
legleikar.
En svo gengr út annað boð samtímis boðskap Ágústusar
keisara. það skal tekið inanntal í öðrum skilningi, ekki ein-
ungis um hið rómverska ríkið, heldr, svo orð guðspjallsins
rœtist bókstaflega, manntal um allan heitn. Sá boðskapr er
S'mdr öllum samhliða boðskap Ágústusar um manntalið þetta á
Gyðingalandi, að annað manntal skuli tekið og önnur skatt-
skrift sé nauðsynleg. Mönnunum öllum er boðið að taka sig
upp þaðan sem þeir áðr dvöldu og fara hver til sinnar borgar.
Konungr konunganna gefr út þá skipan. Erindsreki hans er
hinn blessaði heimsfrelsari Jesús Kristr, en enginn hinna