Sameiningin - 01.12.1896, Síða 9
—153—
Jólaljósin.
Eftiv séra Björn B. Jönsson.
Hann var barn.—Úti var kalt og dimmt, svo hann varö
að vera inni, og honum leiddist. þá sagði móðir hans honuin,
nð bráðum kœmi jólin og þi fengi hann fallegt kerti til að
kveykja ijós á. þá fór hann að hlakka til jólanna. Svo var
það eitt kvöld, að allt húsið var lýst upp með kertaljósum og
honum var gefið kerti til að eiga sjálfr, og faðir hans tók hann
og setti hann á kné sér og sagði honum söguna um barnið í
Betlehem og ijósið, sem skein af himnum og lýsti kring um
hirðana. Svo sat hann lengi og hugsaði um himneska ljósið
og horfði á litla kertið sitt loga, og jólaljósið skein svo bjart í
litla hjartanu hans.
Hann var ungr maðr, kominn burt úr föðurhúsunum
út í heiminn. Énn var kominn vetr og úti var kalt og dimmt.
það var lílca kalt og dimmt í huga lnxns, því barnatrúin hans
var dáin í hjarta hans og synd komin í staðinn fyrir sakleysi
í lífi hans Hann var dapr í bragði og órólegr í huga sínum
um kvöldið. þá sá hann ljósin í kirkjunni og honum varð að
ganga þangað. þar var allt upplýst með logandi ljósum, sem
lýstu dýrðlega út frá fagrskreyttu jólatrénu. Barnahópr stóð
umhverfis tréð og var að syngja ,,Heims um ból“. Svo kom
prestrinn fram og las í biblíunni og talaði við börnin og full-
orðna fólkið um „Ijós heimsins", sem birtist á jólanóttinni, Ijósið
sem guð gaf mönnunum til að lýsa þeim á vegu frelsis og
sáluhjálpar. þegar ungi maðrinn sá ljósin og heyrði jólasöng
harnanna og friðarorð öldungsins, þá komst hann við í hjarta
sínu, og honum hrukku tár. Hrnn minntist bernskuáranna
og hanu hneigði höfuð sitt, j?egar fólkið fór að biðja, og bað
guð að gefa sér jólaljósið í sína sál. Guð heyrði bœnina
hans og engill drottins stóð hjá honum og hvíslaði í eyra hans :
„í dag er yðr frelsari fœddr“. þegar hann gekk svo burt, þá
fann hann, að jólaljós kristindómsins var tendrað í hjarta hans.
Hann var mið'aldra iraðr, þreyttr oft af starfi og stríði
lífsins. Hann varð að vinna hart og lengi til að hafa ofan af
fyrir konu og börnum. Yetrinn var harðr og hafði byrjað
snemma, en vetrarforðinn var lítilL Nú komu jólin. Hann