Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1898, Side 7

Sameiningin - 01.06.1898, Side 7
og meS því a<5 láta amla vorn dvelja á lífsins löndum langt burt frá heimsins hégóma og holdsins nautnum. Ekkert ætti að draga úr hátíðleik hinnar helgu skilnaðarstundar. þar sem einhverjir fella tár yfirdánum ástvini,ætti hver hljómr aðþagna og heilög ró aS hvíla yfir öllu. það má breyta hinni sáru sakn- aðarstund í guðlega sælustund, þegar þeir, sem syrgja, fá að syrgja í heilögum friði og fá að gráta sinn harm við hjarta hins himneska huggara án þess að trufiast af heimsskarkalanum eða liinum lægri hvötum eðlis síns—holdsnautninni. Smám- saman lærum vér vafalaust að jarða vora dauðu með meiri lotn- ing, rósemi og heilagleik. þegar vér verðum ineir andlega sinnaðir, þolum vér ekki lengr hina „holdlegu hyggju“, sem birtist í ósiðunum við útfarir framliðinna hjá oss. Hér hafa verið nefndir nokkrir ósiðir í sambandi við þær athafnir, sem eiga að vera heilagar og guðlegar. Væri ekki gjöranda að hugsa betr um hin einstöku atriði, sem bent hefir nú verið á ? Og skyldi hinum einstaka manni, sem línur þessar hefir lesið, lítast að gjöra það, sem í hans valdi stendr til að út- rýma öllurn ósiðum, en prýða guðsþjónustur vorar og helgar at- hafnir ineð lýtalausu framferði guði til dýrðar, þá blessi drott- inn þann mann og gefi honum himneskan fögnuð í sálu sína. þýðing þess og gagn að vera meðliinr kirkjunnar. Eftir E. Sicavlan, prest í Norvegi. Úr Lutli. Kirketidende. Snúið heúr séra Friðrik J. Bergmann. 4. þegar rœða skal um þýðing kirkjunnar fyrir einstak- inginn, verðum vér enn fremr að benda á eitt, sem næsta þungt er á metunum. það er starf kirkjunnar á liknarverkanna svæði. Hér hefir kirkjan fengið frá drottni sínum bæði boð hans og eigið dœmi til eftirbreytni. Hér hefir kirkjan næsta víðlent, vér gætum sagt nærri takmarkalaust svæði fyrir starf- semi sína. Hvílíka þýðing hefir þessi þjónusta kirkjunnar, starfsemi hins þjónanda kærleika gagnvart hverjum einstakl- ingi! Næst gæti það legið að hugsa nú um, hve mikið er í það

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.