Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1898, Page 8

Sameiningin - 01.06.1898, Page 8
56— variS, þegar kirkjan kemr með hjálp sína til hins líðanda einstaklings, hvort sem nú þjáningin er líkamleg eða andleg. Hvílík áhrif hefir það eigi, að hinn líðandi einstaklingr finnr hinn sterka, hlýja straum kærleikans frá hinum öðrum ein- staklingum leggja inn til sín ! þessi áhrif kirkjunnar á ein- staklinginn er ekki unnt að meta of hátt. Oss er líka kunnugt orð af vörum frelsara vors, sem hljóð- ar svo: „Sælla er að gefa en þiggja“. Orð þetta mætti setja sem fyrirsögn fyrir allri líknarstarfsemi kirkjunnar. það hendir oss á hina dýpstu og blessunarríkustu þýðing, sem starf- semin í kærleikans þjónustu hefir, þau aftrverkandi áhrif, sem það hefir á hið andlega líf einstaklingsins, þegar hann fer sjálfr að taka þátt í vinnunni, verðr starfandi maðr í þjónustu kær- leikans. Kirkjan vill, að allir, sem heyra henni til, taki þátt í þessu. það er svo mikið, sem gjöra þarf. það þarf svo margar hendr. „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir. Biðjið því herra uppskerunnar, að hann vilji senda verkamenn til uppskeru sinnar.“ Og þegar kirkjan kallar á börn sín til þessarar starf- semi, getr hún með réttu sagt til hvers einstaks: „Kom þú og byrja ! það er eins nauðsynlegt fyrir sjálfan þig eins og fyrir þá, sem hjálparinnar þurfa. Sjálfr munt þú bera mest úr býtum!“ Vér þurfum ekki að dvelja lengi við þetta atriði. En vér viljum slá því föstu, að kirkjan einnig í þessu hefir mikils- verð og blessunarrík áhrif á einstaklinginn. það lætr hið and- lega líf einstaklingsins ná miklu meiri blóma. það ber ávexti fyrir hið andlega bf hans: meiri og öflugri kærleika til hins himneska föður vors. Og látum oss um leið leggja áherzlu á þetta: þeim mun fleiri starfandi, lifandi, áhugasöm börn sem kirkjan eignast, þeim mun meir eykst hið andlega lífsafl allrar kirkjunnar. því hér eru líka aftrverkandi áhrif : frá einstakl- ingnum yfir á kirkjuna. En sé því þannig varið, að einstaklingarnir hafi aftrverk- andi áhrif á kirkjuna, ætti það að minna oss alla á ábyrgð vora og skyldur í þessu tilliti. Ef lifanda fylgi einstaklinganna getr haft endrlífgandi og uppbyggjandi áhrif á kirkjufélagið, hlýtr einnig á hinn bóginn sljóleiki og áhugaleysi eða jafnvel lítils- virðing einstalclinganna að hafa eyðileggjandi, veiklandi áhrif

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.