Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 4
—132— beinlínis snertir vínsölubanniS, þótt að eins væri það aukaatriði í þeirri prédikan. Textinn, sem út af var lagt, var Róm. 14, 17 („Guðs ríki er ekki matr og drykkr, heldr réttlæti og friðr og fögnuðr í heilögum anda“).] En nú liggr líkasú spurning fyrir, hvort menn eigi að styðja að því með atkvæðum sínum, — þeir allir, sem atkvæðisrétt hafa, — aS í þessu landi, Canada, verði í lög leitt allsherjar vín- sölubann eSa ekki. Sjálfr greiði eg ekki atkvæSi um nein stjórn- mál, þótt eg geti haft rétt til þess, og tel mig hafa til þess gilda ástœðu. Og þess vegna væri ef til vill réttast, að eg leiddi þessa spurning algjörlega fram hjá mér. En af því aS eg lét ótvírætt í Ijósi ú kirkjuþinginu í sumar, að eg áliti rangt að blanda þessu vínsölubannsmáli, sem eg tel reglulegt stjórnmál, saman við mál- efni kirkjunnar, og af því sumum auðheyrt lá viS að hneykslast á þeim ummælum mínum, þá er víst réttara, að eg nú gangi ekki alveg þegjandi fram hjá þessu máli, sem flestum þykir svo stór- kostlega mikið undir komið, ýmist til góðs eða ills. Eg ætla þá fyrst að segja það, aS eg meS mínum bezta vilja hefi ekki enn getaS komizt að neinni óyggjandi niðrstöSu um það, hvort vínsölubannið, ef það kemst á í þessu landi, muni verða þjóðfélagi þessu til góðs eSa ills ; en mér er þó, með þeim upplýsingum, sem eru fyrir hendi, nær aS halda, að það myndi frsmr verSa til ills. Og ekki finnst mér, að eg þurfi neitt að fyrirverða mig fyrir þessa óvissu og ímyndan; því eg tek eftir því, að fœrustu stjórnmálamenn bæði þessa lands og margra annarra ianda eru með aigjörlega skiftum skoðunuin um þetta efni. — Ef þér, sem atkvæðisbærir eruS, eruS koinnir til gildrar og sam- vizkusamlegrar sannfœringar uin það, að vínsölubannið horfir til biessunar fyrir land og lýð, að það myndi verSa til þess að eyða drykkjuskaparsyndinni og því sorglega böli bæði líkamlegu og andlegu, sem þar með er samfara, og aS það ekki myndi leiða neitt illt inn, sem vægi upp á móti hinum góSu afleiðingum, eða enn meir, þá greiðið þér auðvitað hiklaust atkvæði meS. En ef þér hafið gagnstœða sannfœring og þykizt geta varið hana bæSi fyrir guði og mönnum, þá jafn-sjálfsagt greiðiS þér atkvæði á móti.—En það, sem mig mikillega grunar, er þaS, að margir þeirra, sem taka þátt í atkvæSagreiðslunni, ýmist meS eða móti, bæði af voru fólki og engu síSr fólki annarra þjóðílokka, láti

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.