Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 15
143— Nokkur blessunaratriði, sem vér, lúterskir menn, eigum reformazíóninni að þakka. 1. Heilög ritning með hinum óþrjötanda auð guðs orðs liggr fyrir oss opin. Og vér vitum og játum, að þar er hin einasta áreiðanlega upp- spretta allrar sannrar trúarþekkingar, algild trúar- og lífernisregla. Þar sem kaþölska kirkjan aftr á móti heldr því fram, að biblían út af fyrir sig sé í þessu tilliti ófullnœgjandi, dugi mönnum alls ekki nema við hana sé bœtt erfikenningum þeirrar kirkju, úrskurðum páfanna og samþykkt- um hinna kaþólsku kirkjuþinga, og sé ritningin að eins lesin í því ljösi, útþýdd samkvæmt þeim leiðarvísi. Slík fyrirmæli loka bibliunni fyrir leikmönnum, og að miklu leyti einnig fyrir klerkalýðnum. 2. Yér vitum og játum, að maðrinn réttlætist að eins fyrir trúna á Jesúm Krist, eða með öðrum orðum : að sáluhjálp vor er eingöngu kom- in undir því, sem frelsarinn hefir fyrir oss gjört með sínu fórnarlífi og friðþægingardauða. Þar sem kaþólska kirkjan hinsvegar heldr því fram, að til réttlætingar útheimtist ekki að eins trú, heldr líka svo og svo mikið af göðverkum frá mannsins hálfu, sem að einu leyti rýrir endrlausnarverk Jesú og í annan stað, auk margs annars ills, leiðir al- vörugefnar syndþjáðar sálir í efa og óvissu um það, hvort þær nokkurn tíma geti hölpnar orðið. Að eins í ljösi lærdómsins um réttlætinguna í Jesú Kristi verðr heilög ritning lesin rétt. 3. Yér vitum og játum, að allir kristnir menn eru til þess kvaddir af drottni að vera hans erindsrekar, kennimenn, prestar. Vér trúum á hið almenna prestsdœmi kristinna manna. Þar sem hinsvegar í ka- þölsku kirkjunni að eins klerkarnir koma í þessu tilliti til greina. Leik- menn því hjá oss — þvert á möti því, sem er hjá páfamönnum — hafandi bæði rétt og skyldu til þess eigi að eins að lesa og rannsaka ritninguna, heldr lika til þess að taka lifanda þátt í stjórn og starfsemi kirkjunnar. 4. Vértrúum á fullkomið samvizkufrelsi fyrir oss og alla aðra. 5. Vér trúum því, að kirkjan hafi enga guðlega köllun og ekkert guðlegt leyfi til að taka fram fyrir hendrnar á hinni veraldlegu vald- stjórn, en þá lika því, að valdstjörnin hafi engan rétt til þess að ráðayfir kirkjunni á því starfsvæði, sem henni er afmarkað af drottni. Af þessu leiðir, að vér hljótum að sjálfsögðu að vera með algjörum stjórnlegum aðskilnaði ríkis og kirkju, sem vér þá einnig megum þakka guði fyrir að vér njótum í þessu landi. 6. Alþýðumenntan þá alla, sem nú er ráðandi í heiminum, eigum vér reformazíöninni að þakka. 7. Hið sanna verðmæti sakramentanna, skírnarinnar og kvöldmál- tíðarinnar, kemr hvergi fullkomlega fram nema í lútersku kirkjunni, það er að segja : þegar það, sem irm þau er þar kennt samkvæmt guðs orði, er af fölki tekið til greina. Allra kristinna manna fúsastir ætti þá lúterskir menn að vera til að ganga til altaris. 8. Hvergi nema í lútersku kirkjunni er réttr, sann-evangeliskr, skilningr lagðr í hið guðlega hoðorð um sabbatshaldið. >0004

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.