Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 16
—144— — Ramsey prestr í Minneapolis, sem í nafni General Councils kom á kirkjuþing vort í sumar, ritaði laglega grein um þessa ferð sína hing- að norðr í ,,Th.e Lutlieran'‘ skömmu síðar. — Séra Jön J. Clemens, prestr Argyie-safnaðanna, fór missíönarferð til Brandon í Ágúst. í kirkju Brandon-safnaðarins prédikaði kann tvis- var sunnud. hinn 21. í þeim mánuði og skírðí þá tvö börn og tók 15 manns til altaris. — Fyrir atvik hefir dregizt að geta þessa í ,,Sam.“ þangað til nú. — Um ferð Vilhjálms Þýzkalandskeisara til Jerúsalem hefir mikið verið talað í síðustu tíð. Aðalerindi hans þangað var að vera viðstaddr við vígslu hinnar miklu þýzk-lútersku kirkju þar í hinni helgu borg. Vígslan fór fram 31. Okt., reformazíónardaginn. Hornsteinn musteris þessa var lagðr sama dag árið 1893. — Lutlier League Bandaríkjanna hélt þriðju almennu árssamkomu sína í New York nálæ^t miðjum Oktöbermánuði. — Félagið er öðum að fœra sig út og vinnr vist víða gott og gagnlegt verk fyrir kirkjuna. All- margar raddir heyrast þó frá lúterskum mönnum, er telja þessa bandalags- hreifing mjög varúðarverða. Jafnvel í General Council eru eigi all-fáir á móti. Aðallega eru það Þjóðverjar, sem þannig líta á hreifinguna. — í bandalagi 1. lút. kirkju í W.peg hefir það tíðkazt nú um nokkra mánuði, að sögð hefir verið saga af meginatburðum í stjórnmálum stör- veldanna, þeim er sýnilega hafa allsherjar heimsþýðing, jafnöðum og þeir atburðir hafa verið að gjörast. Þetta hefir þó að eins verið gjört á skemmtifundum bandalagsins. Hr. Magnús Pálsson hefir tekið þetta hlutverk að sér bandalagsmönnum bæði eldri og yngri til mikillar ánœgju og væntanlega til uppbyggingar. — ,,The Lutheran11, aðalmálgagn General Council-manna, hefir ný- lega komið með ritgjörð um Island eftir dr. Sculler, endrprentaða upp úr „The United Presbyterian“. Þar er mjög hlýlega talað um Islend- inga, og sumt vel sagt._ En ,all-öá_reiðanlegt er sumt. Þar segir t. a. m., að nálega hver kirkja á Islandi hafi bökasafn til útláns. I fáum löndum, stendr þar enn fremr, er eins auðvelt að lifa með lítilli vinnu eins og á íslandi. Enn fremr, að biskupsdœmi Jóns Arasonar hafi verið afnumið, þá er hann var líflátinn. Og loks þetta, sem öllu öðru er bros- legra: „Það (ísland) er einasti blettrinn í prótestantiska heiminum öll- um, þar sem allr landslýðrinn er í einum anda.“ ,,KENNARINN“, mánaðarrit til notkunar við kristindómsfrœðslu barna í sunnu- dagsskólum og heimahásum; kemr út í Minneota, Minn. Árgangrinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstjóri séra Björn B. Jónsson. Útg. S. Th. Westdal. „ÍSAFOLD", lang-stœrsta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal, I81 King St„ Winnipeg, er útsölumaðr. „VERÐI LJÓS !“—- hið kirkjulega mánaðarrit þeirra séra Jóns Ilelgasonar, séra Sigurðar P. Sívertsens og Haralds Nielssonar í Reykjavík —• til sölu í bókaverzlan Halldórs S. Bardals i Winnipeg og kostar 60 cts. ___________________________ „SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg,; greiðisj fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada,—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason(ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Jón A.Blöndal, Björn B, Jónsson og Jónas A. Sigurðsson. PKENTSMIDJA LÖGBERGS — WtNNIPEG.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.