Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 10
—138— „Syndari gæti ekki verið farsæll í návist guðs ; hann myndi fælast frá samfélagi viS hinar helgu verur. 1 himninum myndi hann engrar gleði geta notið, þótt honum væri leyft að koma þangað. Hinn sjálfselskulausi kærleikr, sem þar drottnar, þar sem hinn eilífí kærleikr endrsptglast í hverju einasta hjarta, myndi ekki vekja neinn endrhljóm í hjarta hans. Hugsanir hans, hugðmál og hvatir myndi verða allt öðruvísi en þær, sem hinir syndlausu himinbúar láta leiðast af. Hann myndi verða sem hjáróma rödd í hinni himnesku samhljóðan. Himininn yrði kvalastaðr fyrir hann. Hann myndi leitast við að fela sig fyrir honum, sem er Ijós himinsins og allr hinn himneski fögnuðr streymir út frá. það er ekkert gjörræðisbann frá guðs hálfu, sem útilokar hina óguðlegu frá himnaríki; þeir eru útilokaðir af þvú að þeir eru óhœfir til þess að vera í þeim félagsskap, sem þar er. Fyrir þá myndi guðs dýrð verða eyðandi eldr.“ Eins mætti benda á það, sem stendr á fyrstu blaðsíðum kaflans um „þekking á guði“, þar sem sýnt er fram á, hvernig guð talar til mannanna gegnum náttúruna, og athygli að því leidd, hvernig Jesús með kenning sinni bjálpar mönnum til þess að lesa sannindi sáluhjálparinnar út úr náttúrunnar opinberunarbók. En íslenzka þýðingin á bókinni er með talsveröum göllum. Málsgreinaskipan er sumsstaðar all-fjarri íslenzkri hugsan og jafnvel óviðkunnanleg orð, leiðinleg ný-yrði, ekki svo mjög fá, eins og t. a. m. ,,fyrirdœmi“ (sama sem eftirdœmi eða fyrirmynd), „kappkostun“, „syndugleiki11, „meðhyggð", „hugðmál'-. — þol- fa.ll af nafninu Jesús ætti að vera Jesúvi, en ekki Jesú, sem er eignarfall og þágufall. — En einna óíslenzkulegast af öllu er það, hve oft er talað í ókominni tíð, þar sem nútíð ætti að vera eftir eðlilegri hugsan hjá oss. þannig á bls. 98: „Kærleikr Krists mun lýsa sér“, og: „Hann mun velíja elsku“; á bls. 122: „þeir, sem leita i raun og veru samfélagsins við guð, munu sœkja bœnarmót", og: „þeir munu láta í ljósi alvarlega löngun"; á bls. 124 : „þeir, sem hafa opnað hjörtu sín......, munu ganga í helgara lofti“, og: „þeir munu sífellt hafa samneyti við him- ininn“. Og á bls. 125 kemr jafnvel ein ritningargrein afbökuð á sama hátt: „Eg hefi útvalið yðr........svo að hv«rs þér biðjið föðurinn í mínu nafni, það mun hann veita yðr“—í staðinn fyrir: „-----það veiti hann yðr“, eins og stendr í nýja testamentinu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.