Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 3
—131— minningar um reformazíónina, oftast þó ekki seinasta daginn í Október, nema því að eins, að hann beri upp á sunnudag, heldr þann sunnudag, sem reformazíónardeginum er næstr annaðhvort á undan eða eftir. Og samkvæmt bendingum, er komið hafa fram á kirkjuþingunum, er það farið að tíðkast, að söfnuðirnir við þær guðsþjónustur beri fram dálítið offr, sem menn þó heldr vilja kalla „samskot", til handa missíónarsjóöi kirkjufólagsins. Sá siðr á mjög vel við, því fyrir hann glœÖist hjá almenningi safnaðanna meðvitundin um hina guðlegu köllun kirkjunnar til þess samfara hinu andlega starfi heima fyrir í söfnuði hverjum út af fyrir sig að vinna að útbreiðslu guðs ríkis á öðrum stöðum. þegar lúterska kirkjan man eftir því, hvað mikið henni hefir verið veitt af drottni, hvað mikið af andlegum auði liún á í eigu sinni fram yfir allar aðrar kristnar kirkjudeildir—hreinna guðs orð, meira af sönnu frelsi—, þá á henni ekki að geta gleymzt, hvað mikið af henni er heimtaö að því, er snertir út- breiðslu guðs ríkis, og missíónarskyldan þá einnig að vera henni ljúf skylda. Vonanda, að fólk í söfnuðum vorum muni nú betr eftir öllu þessu út af reformazíónar-guðsþjónustum þeim, er það hefir tekið þátt í þetta síðastliðna haust. Ur bindindisprédikan eftir ritst. „Sam.“ [Alyktan kirkjuþingsins í fyrra um það, að prestar kirkju- félagsins vekti í prédikunum sínum athygli á bindindismálinu einn sérstakan sunnudag á árinu var á síðasta þingi endrtekin, þó með þeirri breyting, að hætt var við að tiltaka daginn. En jafnframt var mælzt til, að í ár væri dagrinn valinn fyrir þann tíma, er atkvæðagreiðsla fœri fram um vínsölubannið hér í Canada. Með tilliti til þessa flutti ritstjóri þessa blaös bindind- isprédikan í Fyrstu lútersku kirkju { Winnipeg sunnudaginn 25. Sept., fjórum dögum áðr en menn greiddu atkvæði um vínsölu- banniö. Af því að vór vorum á móti því í sumar, að kirkju- þingið fœri að skifta sér af því máli og þá einnig móti yfirlýs- ingunni, sem þingið gjörði út af því, þá þótti oss réttast að láta hér í blaðinu koma þann part af þessari bindindisprédikan, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.