Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 8
—136— miSi myndi allir telja alveg sjálfsagt, að þau dyrmætu náöar- meðul væri fyllilega tekin til greina í þeim bókum öllum, sem ritaðar eru í þeim tilgangi að sýna mönnum veginn til Krists. í upphafi kaflans um „að verða samgróinn Kristi" er ofr lítið drepið á endrfœðinguna, og það lítið, sem þar er sagt um það mál, er rétt; en þar vantar það, að minnzt sé á skírnina sem laug endrfœðingarinnar, sem auðvitað hefði verið gjört, ef maðr með algjörlega biblíulegri skoðan á því máli hefði ritað bókina. Kenning bókarinnar um aftrhvarfið er og ekki alveg rétt. þann- ig t. a. m. þessi orð á 32. bls.: „Satt er það, að aítrhvarfið verðr að fara á undan fyrirgefningunni, því að þau hjörtu ein, er iðr- andi eru og sundrkramin, finna þörfina á frelsaranum." Hér sýnist orðið aftrlivarf eiga að merkja nákvæmlega hið sama sem iðrunartilfinningin i'tt af syndinni — hvorki meira né minna. En þetta kemr í bága við einkenninguna á aftrhvarfinu, sem skömmu áðr er gefin í sama kaflanum (á bls. 28), þar sem tekið er fram, að aftrhvarfíð feli i sér hryggð yfir syndinni o g f r á- hvarffráhenni. í kaflanum „um blessan bœnarinnar“ er að eins lauslega drepið ábœnina íJesú nafni (á bls. 125). þar hefði þurft að gjöra miklu betr grein fyrir því, hvað það er að biðja í Jesú nafni. En sá ófullkomleiki, er þar kemr fram, á vissulega eigi síðr heima í mörgum íslenzkum guðsorðabókum. Um sælu hins kristilega trúarlífs er mikið talað og að flestu vel. Seinasti kafli bókarinnar, „Fögnuðr í drottni“, hljóðar allr um það mál. En aftr á móti virðist oss langt um of lítið gjört úr sársauka trúarlífsins. Og því atriði má þó sannarlega aldrei gleyma á leiðinni til Krists. það er og einkennilegt fyrir bók þessa, að allsstaðar sýnist út frá því vera gengið, að menn sé ekki og geti ekki verið komnir í iífssamband við Jesúm Krist meðan þeir enn eru á barnsaldri. Og stendr sá eiginlegleiki bókarinnar skiljanlega í sambandi við hinn ófullkomna skiln- ing höfundarins á skírninni og endrfœðingunni. Tilætlanin ei’, að framsetningin öll sé samvizkusamlega byggð á guðs orði heilagrar ritningar. Enda úir þar og grúir af ritningargreinum, En sumsstaðar er þeim miðr heppilega kom- ið fyrir og öfugr skilningr í þær lagðr. þannig á bls. 77, þar sem svo stendr: „Jesús sagði um sjálfan sig áðr en hann kom til jarðríkis: ,Mig langar til að gjöra þinn vilja, minn guð, og þitt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.