Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 7
—135- ventista á íslandi, hr. D. Östlund, hefir meS styrk trúarbræSra sinna ge.fið bók þessa út í íslenzkri þýöing og lætr á íslandi selja hana í laglegu léreftsbandi fyrir kr. 1.50. Bókinni er skift í þrettán þætti með þessum fyrirsögnum: „Kærleikr guðs til mannanna" (inngangr), ,,J)örf syudarans á Kristi“, „Aftrhvarf", „Syndajátning“, „Að fela sig guði“, „Trú mannsins — viðtökurnar hjá guði“, „Einkennin á lærisveini Krists'-, „Að verða samgróinn Kristi“, „Kristilegt líferni“, „þekk- ing á guði“, „Blessan bœnarinnar", „Hvernig eigum vér að fara með efasemdirnar ?“, „Fögnuðr í drottni". Konan, sem ritað hefir þessa bók, heyrir til þeirri deild að- ventista, er nefnist „sjöunda dags aðventistar", og heíir hún rit- að eigi all-fáar bœkr til vitnisburðar um kristindóminn eftir því, sem hún og hennar fólk hafa hann skilið, og ber þar mikið á trúarlegum vitrunum eða nýjum opinberunum eftir því, sem dr. H. K. Carroll, ritstjóra blaðsins „The Independent“ í New York segist frá. En dr. Carroll er sá maðr, sem bezt veit deili á sér- kennum hinna ýmsu kristnu trúarflokka í Bandaríkjunum og allra manna kunnugastr er þar að lútandi bókmenntum. það hefir verið tekið fram af blöðunum á íslandi, sem minnzt hafa á bók þossa, að þar beri ekkert á lærdóinum þeim, sem aðgreina aðventista frá öðrum kristnum trúardeildum. Og það er í rauninni satt. Aðaleinkenni alla aðventista er trú þeirra á það, aö Kristr sé mjög bráðlega væntanlegr aftr hingað á jörð- ina í sýnilegri mynd, og leggja þeir allir mjög mikla áherzlu á það trúaratriði. þetta kemr alls ekki fram í bókinni. Ekki heldr sú sérstaka kenning „sjöunda dags aðventistanna", sem að- greinir þann flokk frá öðrum aðventistaflokkum, að kristnir menn eigi eins og ísraelsmenn til forna að halda laugardaginn heilagan. Og ekki heldr sú kenning, sem þeir og fleiri aðvent- istar halda fram, að ódauðlegleilti sálarinnar sé að eins til fyrir þá, sem í lifandi trú ganga Jesú Kristi á hönd hér á náðartím- anum. þá hafa aðventistar það og sameiginlegt með baptistum, að þeir hafna skírn ungbarna. En ekki er heldr neitthreift við því í bók þessari. Hinsvegar ber þó bókin það með sér, að hún er ekki upprunnin í lútersku kirkjunni. Og kemr það meðal annars fram í því, að sakramentin, skírnin og kvöld- máltíðin, eru þar hvergi nefnd á nafn. því frá lútersku sjónar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.