Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 14
—142— 254 ungmenni, gift 51 lijón og greftrað 107 manns. Auk þess liafa prest- arnir á missíónar-ferðum sínum skírt 60 böm, fermt 10 ungmenni, gift 2 hjón og tekið 63 til altaris. Bandalögin tilheyrandi kirkjufélaginu eru 7; hefir eitt þeirra (í söfnuðunum í Argyle) myndazt á þessu ári. Skuld- lausar eignir safnaðanna eru nú $32,381 og er það $2,681 meira en í fyrra. Hafa þö all-miklar umbœtr verið gjörðar á kirkjunum. Skýrslur sunnu- dagsskólanna bera með sér, að tala kennara og nemenda befir að mun aukizt á árinu. Bleiri altarisgöngur hafa verið þetta ár en að undan- förnu, 648 fleiri en í fyrra. Hinar sameiginlegu eignir allra safnaðanna, skólasjóðrinn, bóka- safnið og ,,Sameiningin“, eru vitanlega ekki taldar með í skýrslunni hér að framan. Minneota, Minn., 26. Október, 1898. Bjökn B. Jónsson, skrifari kirkjufélagsins. Séra Jónas A. Sigurðsson kom úr íslands-ferð sinni á þeim tíma, sem búizt var við. Hann sté í land í New York 18. Okt. Á leiðinni vestr um land kom hann við í Minneota og dvaldi þar, hjá séra Birni B. Jónssyni, tvo daga, og náði svo heim til sín til Akra hinn 25. — í Reykjavíkrkirkju prédikaði hann tvisvar á þeim stutta tíma, sem hann dvaldi þar í bœ áðr en hann sté á skip alfarinn frá íslandi. Einnig talaði hann þar á bindindis- samkomu Good Templara. Og má á blöðunum að heiman sjá, að Beykvíkingum hefir mjög mikið fundizt til um þann boðskap, sem hann flutti þeim, bæði að efni og ytra búningi, og að dvöl hans þar hefir orðið mörgum til fagnaðar- Einn mikilsvirtr maðr þar í bœnum ritar oss meðal annars: „þegar vér höfðum heyrt hann (séra Jónas) einu sinni, langaði oss í meira. Já, vér hefðum helzt kyrrsett hann hér heima, því vér þurfum slíkra prédikara við. Eg vildi að eins óska, að ísland ætti sem flesta kennimenn honum líka.“ — í greininni um bandalagsfundinn í síðasta blaði „Sam.“ hefir nafn eins erindsrekans á þeim fundi fallið burt í ógáti: hr. Gunnars Jóhannssonar í Pembina. En sú bót er þar í máli, að nafn hans kemr þó fram fyrir framan skýrsluna frá banda- lagi þess safnaðar í sömu greininni. — Hjá ritstjóra „Sam.“ fást nú íslenzkar biblíur og nýja testament (frá brezka biblíufélaginu). Biblían kostar $1.45, nýja testamentið 60 cents.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.