Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 9
—137— lögmál er innst í mínu hjarta1þessi orS, sem Jesá eru hér eignuð, standa í 40. Davíðs sálmi eins og líka frá er skýrt neðan- máls. Sálmr þessi hefir að vísu. af sumum verið talinn meðal hinna messíönsku sálma, er svo eru nefndir, en efni sálmsins í heild sinni talar á móti þeirri ímyndan, og þó einkum þessi yfir- lýsing í 12. versinu: „Minar syndir hópast í kring um mig, svo eg get ekki séð út yfir. þær eru fleiri en hárin á mínu höfði; og mitt hjarta hefir yfirgefið mig.“ — Á 84. bls. er vitnað til þessara orða Krists í fjallrœðunni: „Skoðið akrsins liljugrös, hvernig þau vaxa.“ Og er það gjört til skýringar því máli, að að trúarlíf kristins manns sé sama vaxtarlögmáli háð eins og lífið í náttúrunni. En þegar t'relsarinn kemr með þau fögru orð, þá er. hann um allt annað að tala, nefnilega um það, hve dásam- lega guð beri umhyggju fyrir hverjum smæsta og litilmótleg- asta einstaklingi í náttúruríkinu, til þess að sannfœra mennina, sina lærisveina, um það, hve óviðrkvæmilegt, heimskulegt og syndsamlegt það sé fyrir þá, að lifa í áhyggjum út af sínum iíkamsþörfum, hve heilög og sjálfsögð skylda það ætti að vera fyrir þá að reiða sig á föðurforsjón hans að því, er snertir liið jarðneska líf þeirra. — Hitt er auðvitað rétt og satt, sem bókin tekr fram, að hið kristilega trúarlíf er háð vaxtarlögmálinu, en það er villanda, að taka þessi orð Jesú, slitin út úr hinu rétta sambandi þeirra í fjallrœðunni, því máli til sönnunar. — Svipað kemr fyrir á bls. 91, þar sem tekið er fram, að lærisveinar Jesú til forna hafi verið menn, sem sömu kjöruin hafi átt að sæta og vér, og þessu til staðfestingar neðanmáls vitnað í Jakobs bréf 5, 17. því á þeim stað er postulinn að tala um allt annað, nefni- lega um kraft og nauðsyn trúaðrar bœnar, og í því sambandi minnt á Elías, sem hafi verið oss líkr að breyskleika, en hafi þó verið bœnheyrðr af guði, þegar hann bað fyrst um það, að ekki rigndi á jörðina, og síðan, hálfu fjórða ári síðar, að regn fólli jörðinni til frjóvgunar. En þrátt fyrir allt þetta er margt vel sagt í bókinni og lsstr hennar getr vissulega orðið fólki til all-mikillar kristilegrar uppbySgioga1-- Snemma í kaflanum um „þörf syndarans á K-risti“ stendr þetta, sem vert er sérstaklega á að benda sem mjög mikilsverð- an sannleik ;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.