Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 6
—134— andspænis mesta mannfélagsböli þeirrar tíðar — þrælahaldinu. Stórt er bölið, sem nautn áfengra drykkja er samfara, hræðilega stórt. En enn þá miklu stórkostlegra og hræðilegra var böl þrælahaldsins, — var og hefir æfinlega verið, þar sem það hefir átt sér stað. Og hvernig kom nú kristindómrinn til forna fram andspænis því malcalausa heimsböli ? Lesið þó ekki sé meira í nýja testamentinu en hið stutta bréf Páls postula til Fílemons til þess að fá svar upp á þá spurning. það nregir. Fílemon er kristinn tiginn maðr, en jafnframt þræ’lahaldsmaðr. Einn þræil- inn hans, Onesímus, strauk frá honum, langt burt frá heimili sínu, og komst til Rómaborgar, þar sem Páll dvaldi þá í fangelsi, komst í kynni við hann og tók hjá honum kristna trú. Hvað gjörir svo postulinn við hann ? Hann sendir hann kristn- aðan frá sér alla leið austur í Asiu til Fílemons, hins fyrrver- anda húsbónda þrælsins, skilar honum þessari hans lögmætu eign, en biðr hann að taka við honum, þótt hann enn só þrællinn hans, ekki eins og þræli, heldr eins og bróður. Og þrællinn fer, gefr sig aftr með fúsum kristnum huga í þrælsstöðuna. — Svona leysir Páll postuli þrælahaldsspursmálið. Svona leysir kristin- dómrinn það. þrælahaldið er ekki aftekið með neinu boði eða lagafyrirmælum úr kristindómsins átt. En samt eyðir kristin- dómrinn þrældómsbölinu og þrælahaldinu smámsaman eins fyrir því — eyðir því á þann hátt, að kristilegr kærleikr út af trúnni á Jesúm Krist ryðr sér til rúms í mannfélaginu. þrælarnir kristn- ast; þrælaeigendrnir kristnast. þá hlýtr þetta böl þrældómsins að hverfa og þrælahald um leið að verða að engu. Og þannig dó það út, víðasthvar nálega ómerkjanlega í heiminum. — Á sama hátt á drykkjuskaparböl landsins ug iandanna vafalaust að deyja út, ekki fyrir rétt hins sterkara eða neitt stjórnarboð, heldr á sannfœringarinnar, trúarinnar og kærleikans vegi í Jesú nafni. ]Vý gaðsorðabók handa Islendingum. Snemma á þessu ári kom út í Reykjavík ný guðsorðabók, er nefnist Vegrinn til Krists (9—10 arkir í smáu 8 blaða broti). Bókin er frumrituð á ensku af konu einni í flokki aðventista, frú E. G. White í Bandaríkjunum. En hinn norski trúboði að-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.