Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.11.1898, Blaðsíða 5
—133 — miklu meir leiSast af tilfinningunni, heldr en a£ ljósum skynsem- isrökum. Hér á í alla staði viS þaS, sem Páll postuli segir sein- ast í bindindiskapítula Rómverjabréfsins: „þa3 er allt synd, sem sem ekki sprettr af trú.“ þetta er hans seinasta orS þar í hinu kristilega bindindismáli. OrSiS trú merkir þar einmitt rök- studda, hiklausa sannfœring. Og hann hafði áSr sagt: „Sérhver haldi sannfœring í liuga sínum.“ Hann vill ekki, að menn noti sitt nautnarfrelsi nema því að eins, aS þeir sé hiklaust sannfœi-Sir um það, að nautnin sé þeim í alla staði leyfileg. Hann vill, aS menn haldi sér í bindindi, ef þeir eru í nokkrum minnsta vafa um, aS þeir gjöri rétt í að neyta. Og hann myndi áreiðanlega alveg eins hafa viijað, hefSi vínsölubanniS komiS upp á hans tíð, og almenningr hefði átt að gjöra út um þaS með atkvæðum sínum, aS þeir, sem höfðu rétt til að greiða um þaS atlcvæSi, gengi í bindindi aS því, er atkvæðagreiSsluna snertir, lóti vera aS nota sinn atkvæðisrótt, svo framarlega sem þeir væri í nokkr- um vafa um þaS, hvoruin megin í málinu sannleikrinn og rétt- lætið lægi, svo framarlega sem þeir ekki hefði gild og góS rök fyrir því, að atkvæði þeirra styddi rétt mál. því í öllum þess- konar efnum er allt þaS synd, sem ekki sprettr af trú.—Taki þá allir atkvæðisbærir menn þessa guSinnblásnu bending postulans til greina. Og sitji þá þar af leiðanda allir, sem ekki hafa Ijósa hugmynd um þetta mál, heima á fimmtudaginn kemr, og láti vera að greiða atkvæði. það er engin sjálfsögS skylda fyrir alla að nota sinn atkvæðisrétt, — hvorki þann rótt né margan ann- an; — en það er áreiðanlega synd að nota atkvæðisrétt sinn upp á óvissu, ef til vill til þess að styðja'rangt mál. Eg sagðist vera í vafa um þ?„ð, hvort vínsölubannið, ef það yrði í lög leitt, myndi verða landi og lýS til blessunar. það gæti orðið það, þó að hugmyndin, sem ræðr hjá formælendum þess, væri röng. því þó að vér mennirnir höfum aldrei leyfi til að gjöra rangt til þess að gott framkomi, þá getr guð Leitt gott fram af illu og hefir marg-oft gjört. Eg er nú í miklu minni vafa um það, að vínsölubannshugmyndin er röng, — eins og á stendr hér í landi, heldr en um það, hvernig hún kynni að leiöast út, ef hún yrði ofan á. þar get eg spurt heilaga ritning til ráös. Og eg fæ þar svar, þegar eg athuga, hvernig Jesús Kristr og postularnir og kristnir menn yfir höfuð að tala í fornkirkjunni líomu fram

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.