Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1900, Page 2

Sameiningin - 01.11.1900, Page 2
146 hefir í seinni tíð verið haldið íram, einkurn úr vantrúaráttinni, að kristnitaka forfeðra vorra hafi ekkert annað eða mjög lítið annað verið en formbreyting hið ytra. J)að voru á fundum þessum bæði af leikmönnum og prestum fœrð mörg og sterk rök að því, að kristindómrinn hafi verið mönnunum öllum, sem ruddu honum braut inn í þjóðfélag vort, hjartanlegt al- vörumál, enda líka mjög bráðlega borið þjóðinni, eftir að honum var leyfð friðhelguð landsvist, margfalda blessunar- ávexti. Engu að síðr mátti það skýrt heyra á fundum þessum, að ómrinn af rödd þeirra, er í liðinni tíð hafa verið að prédika þjóð vorri hið gagnstœða, er alls ekki enn dáinn út hjá lönd- um vorum hér. En gaman var að því, hve mikill fornsögu- fróðleikr kom í ljós hjá ýmsum í hópi leikmanna við þetta tœkifœri. I því sambandi er vert að nefna tvo menn: Sig- urð ísfeld í Garðar-söfnuði og Einar Guðmundsson í Vídalíns- söfuði. pað kemr enginn að tómum kofunum hjá þeim, þeg- ar um íslendingasögurnar gömlu er að rœða. Og ef þeir leik- menn, sem búa yfir eins mikilli söguþekking á því sérstaka svæði, halda fram einhverjum varúðarverðum skoðunum krist- indóminum viðvíkjandi, þá eiga prestarnir mjögervitt aðstöðu í trúarvörn sinni, nema því að eins þeir sé líka búnir að kynna sér sögurnar forn-íslenzku rœkilega og hafi lesið þær vel ofan í kjölinn. Margt gott og fróðlegt mátti vissulega læra á þessum síðustu samtalsfundum. En eitt þótti oss bezt og það var í rœðu Sveins Sölvasonar á fundinum að Mountain. Hann minntist á það úr Njálssögu, að Skarphéðinn, deyjandi í brennunni að Bergþórshvoli, brenndi sig í kross bæði á baki og brjósti. Skildi hann það svo, vafalaust réttilega, að það tvöfalda krossmark, er hinn mikli kappi á því hátíðlega augnabliki brenndi inn í líkama sinn, sé skýr vottr þess, að hann hafi dáið í trúnni á Jesúm Krist hinn krossfesta. En í þeim fagra vitnisburði um kristnu trúna hjá hinni deyjandi hetju kvaðst rœðumaðr sjá ávöxt bœnarinnar, sem Höskuldr Hvítanesgoði bar fram, þá er hann féll fyrir þeim Skarphéðni: ,,Guð hjálpi mér, en fyrirgefi þessi tilgáta hr. Sveins Sölvasonar er bæði vitrleg og hákristileg. Og hún verð- skuldar það margfaldlega, að henni sé á lofti haldið,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.