Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1900, Page 8

Sameiningin - 01.11.1900, Page 8
152 Hafísinn viö ísland er vondur, og mörg haröindi, er stafa af hnattstöðu landsins, eru raunaleg. En hin andlega hnatt- staða hinnar hærri menntunar íbúanna, ísrek blaöamennsk- unnar og kólgan, sem af því flýtr í öllu þjóðlífinu, er þó stór- um mun skaðlegri og tilfinnanlegri, og auk þess einungis sjáif- skaparvíti. pví um það finnst mér enginn skoðanamunr geti verið, að sum íslenzk blöð gefa börnum landsins stein fyrir brauö og höggorm fyrir fisk, að þau hafa snúið viö eða reynt að snúa við þessari postullegu reglu: ,,Brœðr, verið ekki börn í skiln- ingi, heldr eins og börn í hrekkvísi, en verið fullorðnir í skiln- ingi“ (i. Kor. 14, 20). Og þeir, sem til þekkja, lesa íslenzk blöð og kynnast íslenzkum hugsunarhætti almennt, vita, að sú kenning, sem snýr þessu við, er farin að bera sinn ávöxt á fóstrjörðu vorri, og þaðan hefir það froekorn fokið alla leið hingað vestr. Óhamingjan sú eða sú, sem fyrir kemr úti á Islandi, getr einatt haldið vöku fyrir manni hálfar nætr hér vestr í miðjum Vestrheimi. Og sannarlega er ástœða til að verða ,,and- vaka“, þegar um önnur eins áframhaldandi, alþjóðleg ó- heillaálög f hinum andlega Skuldarbardaga þjóðar vorrar er hugsað, sem einmitt þau, er í seinni tíð hafa komið fram í íslenzkri blaða-ómennsku,—einungis að það gæti þá líka hald- ið vöku fyrir lakasta ieiðtoga fólksins, vakið einhvern þeirra, er værast sofa og verst rœkja köllun sína gagnvart íslandi og íslenzkri þjóð. Margir kannast við frásöguna um Lúter, er lætr hann eitt sinn, í gremju yfir aðsókn hins illa, henda blekbyttu sinni út í herbergishorn í Satan, er hann hugði hafast þar við til að hindra sig frá verki köllunar sinnar. Veri það sem má um þessa sögu. En hinn ókristni andi illsku og óeiningar hefir á einhvern hátt náð í blek og prent- svertu og með því verulega heft og hindrað þjóð vora —- á- samt fleirum — á hennar framfara-braut og tilfinnanlega trufl- að vor á meðal kristna trú og kirkjuna, sem kennd er við nafn Lúters. Mest langaði mig til að kynnast kirkjulífi Reykvíkinga og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.