Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1900, Síða 9

Sameiningin - 01.11.1900, Síða 9
153 hinum andlegu leiötogum landsins, sem þai' búa. Á feröalagi mínu kynntist eg um 40 guöfrœöingum á Islandi. I Reykja- vík vissi eg af hinum ,,stœrri spámönnum“ íslenzku kirkjunn- ar, og þá vildi eg einkum sjá og heyra. Enda gladdi sam- vistin með þeim og viökynningin viö þá mig stórlega, yfir höfuö aö tala. Til flestra aðal-guðfrœöinganna í Reykjavík fékk eg einnig að heyra eitthvað, er opinberlega var talað í kirkjunni eöa utan hennar, nema séra Eiríks Briem, er lá um þær mundir rúmfastr og eg kynntist því ekki. Ekki heyrði eg heldr biskup landsins, hr. Hallgrím Sveinsson, flytja neina rœðu, en mjög fööurlega tók hann mér. Og langt má víst leita að hýbýlaprúðari manni meðal íslendinga og betri gestgjafa; þó það vitanlega tilheyri ekki beinlínis biskupsstarfinu, tilheyrir það þó biskupstigninni að parti. Við all-mikinn mun verðr maðr var í kirkjumálastefnu hinna eldri og yngri guðfrœðinga í Aþenuborg ættjarðar vorrar, þó báðir—hinir eldri og yngri— vilji vafalaust vinna kristindómi og kirkju allt það gagn, sem þeir geta. En trúað get eg því, að finna mætti enn eitt altari, sem skrifað stœði á : ,,Hinum ókunna guði“, að því er trú- málastefnuna snertir, eins þar í menntastöð Islands, sem í höfuðborg Grikklands forðurn daga. —þennan guð (sbr.P.gj. 17, 18) vilja hinir yngri menn—ásamt mörgum há-evangel- iskum eldri prestum og þar á meðal dómkirkjuprestinum,— prédika þjóð sinni með miklum áhuga,— eftir því, sem á ís- landi mun tíðkast, eins og kunnugt er hér vestan hafs af ,,Verði Ijós!“, sem er málgagn þeirrar stefnu. En naumast fannst mér prédikunaraðferð hinna yngri manna hafa tekið framförum að sama skapi sem sumt f stefnu þeirra. Hvað það snertir hlýt eg þó að játa all-mikinn ókunnugleik. í Reykjavík er vafalaust mikill móttœkileiki fyrir and- legan áhuga og kirkjulega framför. }3að leynir sér ekki. Getr verið, að kirkja sé ekki sótt sem skyldi og ýmislegt ann- að megi telja, er bendi til hins gagnstœða. En eg sá kirkj- una sótta ágætlega og heyrði hvervetna hina mestu þrá eftir andlegri framför. í raun réttri er sú löngun nú mjög almenn á íslandi, þó ekkert eða undr lítið verði svo úr henni. það er stór-mikill fjöldi, sem langar til að vantrúar-þokunni létti af,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.