Sameiningin - 01.04.1902, Page 5
21
frestaö sökum mislinga, er þá gangi í þeirri byggö. En vegna
samtalsfundanna í byggöunum á meginlandi, sem auglýstir
höfóu verið, hlaut eg þó að fara norör. Séra N. Steingrímr
Þorláksson í Selkirk var fastráðinn í því að vera með mér á
þeirri ferð. í söfnuði hans í Selkirk skyldi og samtalsfundr
haldinn á sunnudagskvöld 9. Marz. Enda vorum við séra
Friðrik J.Bergmann komnir þangað í tœka tíð. En hvorki séra
Björn B. Jónsson né séra Hans B. Thorgrímsen gat komið.
Selkirk-fundrinn var fjölmennr—í kirkju safnaðarins þar.
Inngangsrœðuna hélt séra Friðrik. En efnið á þeim samtals-
fundi og eins hinum, sem síðar voru haldnir í Nýja Islandi,
var um það að trúa kristilega. Næsta dag sneri séra Friðrik
heimleiðis til Winnipeg—því hann gat ekki verið burtu frá
kennslustarfi sínu í Wesley College—, en við séra Steingrímr
ókum norðr að Gimli og höfðum mjög greiða og góða ferð.
Að kvöldi næsta dags, þriðjud. 11. Marz, var haldinn
samtalsfundrinn á Gimli. Hann átti að verða fyrr um daginn,
en jarðarför stúlku einnar þar í nágrenninu, dóttur eins af
frumbyggjum þeirrar byggðar (Árna Oddssonar frá Grenivík
við Eyjafjörð), sem látizt hafði eftir langan og harðan sjúk-
dóm, hamlaði því. Líkfylgdin var mjög fjölmenn og útfarar-
athöfnin gekk inn á hinn fyrirfram ákveðna fundartíma.
Varð því að fresta fundinum til kvölds, og fyrir þá sök varð
hann fámennari en ella myndi. Það varð mitt hlutverk að
halda inngangsrœðuna á þeim fundi. En sjálfr var drottinn
áðr búinn að halda þar inngangsrœðu verklega með sorginni
þar á staðnum út af láti stúlkunnar, sem eðlilega var svo aug-
sýnileg við útförina hjá hinum aldrhnignu foreldrum, unnusta
hennar og mörgum öðrum. Slík sorg er hin lang-bezta inn-
gangsrœða, þegar umtalsefnið er um það ,,að trúa kristilega“,
eins og eg líka við það toekifœri minntist á. Elskan syrgjandi
andspænis dauðanum hefir það í för með sér, að meginmál
trúar vorrar, hið dýrðlega sannleiksmál um Jesúm Krist kross-
festan, dáinn og frá dauðum upp risinn, kemr fram úthleypt
fyrir hinum andlegu augum vorum.
Á miðvikudag fórum við séra Steingrímr ásamt séra Rún-
ólfi Marteinssyni norðr eftir Winnipeg-vatni allt til Hnausa í