Sameiningin - 01.04.1902, Qupperneq 8
24
Veriö í Nýja íslandi á tímabili því, er liðiö er síðan kirkju-
félag vort var stofnað, að undanteknum samskonar fundi að
Gimli í sambandi við ársþing þess síðastliðið sumar. Eftir
ástœðum heppnuðust fundir þessir vel viðunanlega. Hluttaka
leikmanna í rœðuhöldunum á fundinum á Gimli var fullt eins
góð og mikil og vér höfum átt að venjast að undanförnu ann-
arsstaðar við slík tœkifœri. En að því er snertir samtals-
fundinn í Selkirk, þann er í þetta skifti var haldinn, þá var
það einkennilegt, að það voru eingöngu utansafnaðarmenn,
sem þar tóku til máls af hálfu leikmanna. Af vígslu kirkj-
unnar í Mikley gat samkvæmt áðr sögðu ekki orðið í þetta
sinn. En þessi ferð vor til samtalsfundanna í Nýja Islandi
verðr mönnum líklega lengi minnisstœð sökum hins stórfellda
snjó-áfellis, sem kom fyrir að þeim nýafstöðnum. Eg hefi
aldrei séð slíkan hríðarbyl hér í Ameríku. Þetta hefði fyrrum
verið kallað gjörningaveðr. En nú er sú hjátrú sem betr fer
útdauð hjá fólki voru. Og í augum þeirra, sem hafa lært að
tnia kristilega, eru slík umbrot í náttúrunni, slík dimm og
hörð óveðr, hátfðleg tákn hinna œgilegu mótlætishríða, sem
drottinn náðarinnar einatt af vísdómsráði sínu lætr koma fyrir
á mannsæfinni, ekki sízt þeirra, sem standa honum allra næst.
Af fólki því, er sókti fundi þessa í Selkirk og Nýja Islandi,
muna þá líka væntanlega þeir og þær, sem mest hafa af mót-
lætisreynslu að segja frá liðnum æfidögum, öllum öðrum betr
eftir því sannleiksorði, er við þessi tœkifœri var fram borið
um það að trúa kristilega.
J' BJ'
Prestaskortrinn.
Eftir séra Björn B. Jónsson.
(Niðrlag.)
En hvernig eigum vér að fara að, svo vér fáum ungu
mennina vora efnilegu til að búa sig undir prestskap og gjör-
ast kennimenn hjá oss ?
Eina ráðið er að vekja söfnuðina og allan vorn kristna
lýð til meðvitundar um skyldu sína í þessu efni. Heilagr
andi talaöi til safnaðarins í Antíokkíu forðum og sagði: